Færsluflokkur: Bloggar
5.3.2008 | 17:33
Kommúna í mexico
Vesturport á leið til Mexíkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 00:50
Hvers vegna og ef...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 02:28
Skammdegi... o.fl
Ég er pikkfastur og að drukkna í íslenskri menningu eins og gamall blöðru-skódi í kviksyndi á Mýrunum í gamla daga. Eins og ég hefi áður gjört heyrinkunnugt höfum við félagarnir verið að dunda okkur við að skoða gamlar íslenskar bíómyndir. Nánast svo gamlar að þær séu varðveittar á gömlu BETA spólunum, þó ekki alveg. Þær hafa í stuttu máli sagt verið hver annarri verri og ekki þess verðar að um þær sé fjallað. Skelfingin var næg að horfa á þær. Síðasta mynd er við glenntum glyrnur á og um er talandi var myndin Skammdegi í leiksttjórn Þráins Bertelssonar. Myndin gerist á afskekktum sveitabæ rétt utan Bíldudals og fjallar umunga ekkju sem kemur heim til Íslands frá "útlöndum" eins og það er orðað til að freista þess að kaupa helmingshlut mágs síns í sveitabæ þessum er myndin gerist á. Til þessa verks atarna nýtur hún fulltyngis kaupsýslumanns úr þorpinu sem er henni innan handar í þessum skítugu viðdkiptum. Sjálf á hún hinn helminginn í jörðinni og vill hrifsa til sín hin 50% til að geta síðar selt á uppsprengdu verði. Fljótlega fer hún þó að verða vör við ára á bænum og verður atburðarásin öll hin undarlegasta í kjölfarið. Ábænum býr einnig systir mágs hennar og bróðir hans. Bróðir hans er andlega vanfær og er hann leikinn af Eggerti Þorleifssyni. Skemmst er frá að segja að Eggert fer algerlega á kostum í þessu hlutverki og er alveg óborganelegt atriðið hvar hann situr við eldhúsborðið og drekkur svart kaffi með sykri um leið og hann hámar í sig sykurmola og keðjureykir síkarettur líkt og á akkorði sé.
Eins og titill myndarinnar gefur til kynna gerist myndin í svartasta skammdeginu og er allt gjört til þess að sveipa myndina dulúðlegum blæ. Þó nokkur nekt og ástaratriði fá hárin og fleira til að rísa og eru undirrituðum til mikils yndisauka. Myndin er þó kannski ekkert tímamótaverk, tónlistin er líkt og var títt í myndum á þessum árum alveg fyrir neðan allt velsæmi. Grafík og tæknivinnsla jafn góð og ártalið gefur til kynna(1985) Uppúr stendur þó að myndin er á köflum vel leikin og sagan stórgóð. Dulúðin og næstum-því-draugalegheitin gera það að verkum að hún hefur elst nokkuð vel miðað við aðrar eldri myndir. Mæli með þessari til áhorfs fyrir menningarsinnaða íslendinga á síðkvöldum í skammdeginu hvar hálka og asahláka ráða ríkjum
Aðrar myndir sem settar hafa verið í VHS tækið nýlega: Skilaboð til Söndru Mynd byggð á sögu Jökuls Jakobssonar. Sagna hefur eflaust verið góð, en nær engan veginn að skila sér í myndinni. Bessi Bjarna heitinn ansi afkáralegur þarna, en Rósa Ingólfs og Bryndís Schram fæddu hjá okkur bros og glott út í nyrðra munnvikið. Algjörlega útúr korti mynd þar sem bræðurnir Bubbi og Tolli Morthens björguðu því sem bjargað varð.
Hvíti víkingurinn: Alfarið býsna víðs fjarri bíómynd og Hrafn Gunnlaugs á þrumuskot langt yfir markið í dauðafæri. Sagan af því hvernig kristni barst til Íslands er mögnuð en jafnframt hundleiðinleg. Askur og Embla aðalsöguhetjurnar í þessari norsk-íslensku mynd sem skartar 15 ára skutlu er fer með hlutverk Emblu. Leiðinlegheitin tekst honum að ýfa upp í þessari mynd þar sem aðal takmarkið virðist vera að hafa sem flesta eins klædda í sömu senunni að slást og berjast og að sýna nógu asskoti gróf kynlífsatriði, sem n.b er mér að skapi. Alfarið hroðaleg mynd, sem fékk að launum hraðspólun og mikla bjórdrykkju
Verður gaman að vita hvað ég spenni spírurnar á næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2007 | 03:44
Ég er sannspár! Til hamingju Margrét Lára
Ég var að skeggræða við vini mína í gærkvöld um hver hlyti þetta sæmdarheiti. Ég hallaðist helst að Margréti, Jóni Arnóri og Rögnu en sagði þó að ég vildi helst sjá Margréti verða fyrir valinu. Bjóst þó við einhverjum skandal eins og að handboltamaður eða knattspyrnukarlmaður yrði valinn. En mér varð að ósk minni og spá mín rættist
En ég hef mikið velt vöngum og öngum yfir þessum topp 10 lista, mér þykir hann algjör skandall. Hvar er Helena Sverrisdóttir, besta körfuboltakona sem Ísland hefur alið? Hvar eru allir þeir íþróttamenn sem tóku þátt í Special olympics í Kína og sópuðu að sér verðlaunum?
Margrét Lára íþróttamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2007 | 00:10
Heill a hufi i Mexico
Laumadi mer inn a internet kaffihús hér í bae í dag. Allt gengid samkvaemt óskum. Ferdalagid út gekkk ljomandi vel og mér er afar vel tekid herna. Hitinn er ca 20-25 hvern einasta dag og varla hefur dropad úr lofti. Búinn ad brallla ymislegt herna sem er efni i miklu lengri pistil. Vildi bara lata vita af mér og ad allt gengi vel
Kvedja fra Mexico City
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.11.2007 | 12:49
Farinn
Jæja þá er ég farinn af skerinu. Máski viðeigandi að ég yfirgefi landið á degi íslenskrar tungu sem er í dag. Held til New York síðdegis í dag og verð þar á hóteli næturlangt. Flýg svo til Mexico D.F um miðjan dag á morgun að amerískum tíma. Mun reyna að vera í netsambandi þarna úti og kíkja á MSN og smella inn færslu hér öðru hvoru og láta vita af mér.
En ég kem aftur... 21.des
Adios
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2007 | 01:25
afar athyglisvert
Snæfell hirti stigin í Hveragerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 02:05
Frábærir útgáfutónleikar Sniglabandsins
Það þykir ekki í frásögur færandi að maður bregði undir sig betri löppinni öðru hvoru og kíki á tónleika hjá hinum og þessum hljómsveitum og trúbadorum. Það gerðist einmitt í kvöld að ég lagði land undir hjólbarða og hélt einn míns liðs í höfuðborgina, nánar tiltekið í Borgarleikhúsið til að berja augum Sniglabandið sem hélt tónleika af tilefni útkomu plötunnar Vestur, sem kemur víst ekki út fyrr en á morgun. Skemmst er frá því að segja að þessi konsert var í alla staði stórfenglegur. Flutningurinn framúrskarandi og Sniglabandið algerlega bráðfyndið og maginn er allur yfirsperrtur af hlátri eftir þetta allt saman.
En Sniglabandið voru ekki einir um hituna í kvöld, því fjöldi gesta leit við. Áður en tónleikurinn hófst stigu 3 leikarar á svið og framkvæmdu þræl kómískan spuna á ensku sem endaði í bölvaðri vitleysu og sifjaspelli. Fjögurra manna blásarasveit gæddi hljómsveitina auka krafti og blés í þá eldmóð. Eins og sést á myndinni hér til hliðar voru tveir go-go gaurar í bakröddum, Sjonni Brink og Gunnar Ólafsson (sem bregður fyrir í texta lagsins Selfoss er) Þeir tóku sig ekkert alltof alvarlega og áttu fína spretti á kantinum
Talað var um það fyrir tónleikana að strákarnir myndu taka eitthvað af sínum gömlu smellum og er óhætt að segja að þeir hafi staðið við það og leyst það á snilldar hátt. þeir tóku bara 6-7 mínútna syrpu með öllum gömlu "hit"urunum og þar með var það búið. Einn af gestum kvöldsins var gamla söngstjarnan Hjördís Geirsdóttir (hver?) og söng hún lag með Skúla Gauta sem fjallaði um það að maður eigi eigi að keyra ölvaður
Eftir hlé fjölgaði svo um munaði á sviðinu. Friðþjófur bassaleikari kallaði son sinn inn á svið til að leika á rafmagnsgítar. Aukinheldur mættu Nylon stúlkurnar til leiks til að flytja lagið um Britney Spears. Aldrei hefði mér getað dottið það í hug að ég myndi fíla Nylon en það hefur nú gerst, þökk sé Sniglabandinu. Með 15 manns á sviðinu, blásarasveit, stúlknaflokk og 3 rafmagnsgítara var flutningur á laginu um Britney hreint rafmagnaður
Á endanum var það þó Einar Rúnarsson hammond og harmonikkuleikari Sniglabandsins sem stal senunni er hann flutti "framtíðarlagið" Þrass meira þrass sem átti að vera mjög þungt þungarokkslag, samið eins og Gylfi Ægisson hefði gert það. Textinn var mestmegnis svona "sjúddirarirei" og framkoman einlæg og afar óhefðbundin. Magavöðvarnir svoleiðis stífnuðu upp og ég nánast missti þvag af hlátri. Þettalag er þó ekki á nýju plötunni heldur verður það væntanlega á plötunni er kemur út að ári.
Takk fyrir frábæra tónleika Sniglabandið. Þetta mun lifa í minningunni. 6 stjörnur af 5 mögulegum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.10.2007 | 17:03
Aldrei má maður ekki neitt
Ég á það til þegar vel liggur á mér að spranga um á sprellanum einum fata í íbúðinni minni. Og ef það liggur ofur vel á mér á ég það til að taka dansspor, sem reyndar má frekar kalla feilspor. En skv. því sem hann Kristján frændi minn og stórbóndi á Snorrastöðum ætli að koma í veg fyrir slíkt ;)
Annars alveg yndislega sksemmtileg frétt sem lífga upp á hversdagsleikann
Landbúnaðarnefnd leggst gegn nektardansi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2007 | 01:00
ekki smollinkría hvern sem er
Þegar ég var yngri notaði ég húmorinn sem getnaðarvörn og virkaði það all vel enda var ég með sigg í hægri lófa upp öll unglingsárin!! Annars verða menn að gæta vel að því hvern þeir smollinkría.
Það rifjast upp fyrir mér í þessum skrifuðu orðum að fyrir fáeinum árum hafði ég samband við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og bað þá að rækta fyrir mig rekkjunaut. Ekki hef ég séð tangur né tetur af því sem er afar leitt því ég hafði fengið vilyrði hjá Bændasamtökunum fyrir styrk þar sem ég hugðist stunda bændi í náinni framtíð
Klamydía getur valdið ófrjósemi karla líkt og kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)