Færsluflokkur: Bloggar

uppfærð staða á risanum

Það hefur hvorki gefist tími né skap síðustu daga til að hripa eitthvað hér inn.  Það styttist óðum í að ég fari til Mexico city, nánar tiltekið 15 dagar.  Fer út 13.júli.  Allt búið að vera á fullu við undirbúning, redda pappírum, redda hótelum hingað og þangað fyrir mig og fjölskylduna,  redda peningum o.s.frv.  Það var nú þannig í byrjun síðustu viku að ég var nánast á barmi taugaáfalls af stressi yfir þessu öllu saman.  Veit ekki útaf hverju ég var að stressa mig því ég er búinn að gera allt sem ég get fyrir brottförina.  Var bara stressaður en vissi ekkert af hverju, ansi furðuleg líðan.  Svo ég uppljóstri nú ferðahögum mínum þá lítur þetta þannig út að ég flýg til New York 13.júlí kl 17:00, fer svo þaðan til Mexico city morguninn eftir og verð lentur um kl 13:00 þann 14.  Foreldrar mínir og systir koma svo út þann 24.júlí.  Förum þann 25 eða 26.júlí til Acapulco hvar ku vera ansi heitt á þessum tíma.  Þann 1.ágúst förum við Cocoyoc þar sem brúðkaupið verður daginn eftir.  7.ágúst er það svo brúðkaupsferð til Cancun og þar er heitara en í ofvirkum ljósabekk.  25.ágúst að mig minnir förum við til New York og dveljum þar í 3 daga áður en haldið verður endanlega heim til Íslands þann 28.ágúst.  Alveg magnað ævintýri í uppsiglingu og ég get vart beðið, iða alla daga eins og barn á jólunum. 

meira um Bjössa frænda

Sú umræða sem skapast á þssu Moggabloggi er með því heimskulegasta sem ég hef séð.  Ætla ekki að blanda mér aftur í ruglið mikið meir.  Síðast var mér hótað aflimun og eigin höfði uppá vegg.  Nú langar mig bara að sjá bjössa bollur á tilboði á Sauðárkróki og nágrenni.  Skjóta bjössa og bjóða uppá bollur og beikon á 17.júní
mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjössi í bænum

Alveg er þetta með ólíkindum þetta mál.  Stórhættuleg skepna finnst uppi á fjalli á vappi hvar hún á alls ekki heima.  Og fólki finnst undarlegt að blessaður Bjössi hafi verið aflífaður  Hvurn rækallinn átti að gera við björninn?  svæfa hann og senda hann með rútunni í Sollinn og þaðan með þyrlu eða Loftleiðum til Grænlands?  Þá hefði nú einhver risið upp á afturloppurnar og kveinað yfir kostnaðinum af þeim völdum.  Ætla nú ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur um ísnirni en þykist þó vita að þessar skepnur sem verða allt að 500 kíló eru stórhættulegar við ákveðnar aðstæður.  Var staddur á Sauðárkróki í gær, og keyrði m.a hvar björninn var felldur, degi eftir fall bjarnarins og einhver gárunginn sagði þar að það hefðui nú verið gaman að sjá viðbrögðin ef bjössi hefði verið á vappi niður Laugarveginn.  Því ekki voru margir metrar í næsta byggða ból hvar ísbjörninn fannst.  Ef einhver getur sagt mér hvern andskotann hefði fremur átt að gera við björninn þá vinsamlegast gefðu þig fram. 
mbl.is Hvítabjarnarmál vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

naut ellegar nekt

Ég verð að segja að ég naut nektarinnar
mbl.is Nakin gegn nautaati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á skjálftavaktinni

Oft hefur ekkert verið að fregna úr ranni mínum.  En því ber nú aldeilis öðruvísi við í dag.  Ég ákvað ásamt Elínu systir minni að ganga upp á Grábrók í dag, þar sem ég hefi aldregi gengið þar upp þótti þetta nú nok fréttnæmt.  Eftir röska göngu þar upp ákváðum við að aka meðfram Hreðavatni.  Er þeirri ökuferð lauk var haldið út á þjóðveg og ekið heim á leið.  Það hefur líklegast verið til móts við Baulu skálann sem Grábrókarganga okkar varð ekki lengur fréttaefni.  Því þá heyrðum við fyrst af Suðurlandsskjálftanum sem skyggðu svo gjörsamlega á gönguferð okkar að ég sat hvummsa eftir.  Aldrei fann ég fyrir því að jörðin hristist þrátt fyrir að vera afar næmur á jarðskorpuhreyfingar, skynja jafnvel lognið hreyfast. 

Ég man þó eins og gerst hafi í gær  hvernig því var háttað er jörð skalf á Suðurlandinu árið 2000.  Ég var staddur í Straumfjarðartungu með Baldri frænda mínum þann 21.júní ef ég man rétt og höfum við sötrað allnokkra bjóra um kveldið er ég þurfti skyndilega að bregða mér á kamarinn til að skvetta þvagi og vinda reiðtygin.  Hvar ég stóð og mé í klóið þótti mér undarlegt hvað vatnið í skálinni fór allt í einu að ganga í hringi og ég að hristast.  Hugsaði með mér að nú væri ég búinn að þjóra ögn of mikið og tími til kominn að hægja á sér.  Sem skaut þó skökku við því eigi var ég ölur er á kamarinn ég gekk.  Er ég gekk aftur til stofu spurði ég frænda vorn hvort ölvaður væri ég orðinn eða hvort jarðhræringar hefðu átt sér stað.  Í þann mund ég sleppti setningunni varð mér litið á stórt málverk af Snæfellsjökli á veggnum sem hékk allt í einu á skakk og skjön við raunveruleikann og áttaði ég mig þá á að stór jarðskjálfti hefði orðið.  Kveikt var á gömlu gufunni og fylgst með fregnum fram eftir náttu.  Svona man maður vel hvar maður var staddur þegar stór atburðir eiga sér stað.  Í dag var ég staddur við Hreðavatn þegar ég fann ekki fyrir stóra skjálftanum.  

 

Langar í lokin að óska Sigga Heiaðarri og Benný og Steina og Kristínu til hamingju, en þau hjónin og hjónaleysin eignuðust drengi með 2 daga millibili í vikunni.  Mikla boldángsdrengi sem ég geri ráð fyrir að verði báðir skírðir Ragnar 


mbl.is Ingólfsskáli eyðilagðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

29 í dag

Jæja þér síðasta árið áður en ég verð þrítugur gengið í garð.  Því skv. almanaki háskóla Íslands á ég afmæli í dag og ku vera 29 vetra gamall.  Allir að óska mér til hamingju með það

Mikið óskaplega er maður einfaldur

Nú hefur það færst í vöxt síðust ár að einu samskipti sem maður hefur við marga af sínum gömlu og góðu kunningjum og vinum eru í gegnum netið, bloggið, msn o.fl.  Þar sem ég er afar meðvitaður um .essa þróun ákvað ég að skrifa hér inn fregnir af sjálfum mér.  Þannig háttar nú til í mínu lífi að ég varð fyrir því endalausa óhappi um s.l helgi að skjárinn á fartölvu  minni gaf upp öndina og því hef ég ekki getað brúkað tölvubáknið mitt síðustu dægrin.  Fljótlega rann þó það ljós upp fyrir mér að  með því að tengja tölvuóbermið við  imbakassann minn get ég að einhverju leiti notast við hana.  En þar sem upplausnin í tölvunni er ekki upp á það allra besta og apparatið orðið frekar fornt, Þá sé ég ekki ýkja vel skrifað mál í sjónvarpi voru.  Þetta bjargar því þó sem bjargað verður í bili.  Ég get lesið tölupóstinn minn og horft á klám, þá er mér borgið um sinn allavega.  Til að bæta bleiku ofaná grænt þá hrundi tölvupósturinn minn líka um stundarsakir í vikunni sem leið.  Þetta varð m.a til þess að ég missti af fundi sem ég þurfti nauðsynlega að mæta á og datt ´´ur sambandi við menn og konur alveg hægri vinstri.  Að vera tölvulaus í 3 daga er alls ekkert grín.  Það get ég sagt fullum fetum eftir að hafa lent í því

Séu einhverjar stafsetningar ellegar innsláttarvillur í þessum texta er það sökum þess að ég sé ekki hvað ég er að skrifa.

Yfir og út 


Jahérna

Spurning hvort maður verði ekki að splæsa í svona apparat þegar fram líða stundir.
Sú var tíðin að maður rogaðist með vasadiskó og var að spá í að fá sér ferða vínyl spilara svo slagsíða hlaust af hér í gamla daga


mbl.is Sjónvarpið í vasanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tengdamamma tilvonandi

Þættinum hefur borist bréf!  Það er varðandi orð dagsins.  Orð dagsins að þessu sinni er:  Tengdamömmubox, ég endurtek; tengdamömmubox.  Flestir vita nú fyrir hvað þetta orð stendur, en ég veit ekki um neinn sem veit um eitthvað annað orð, fræðilegra og betur lísandi yfir þennan hlut.

Fyrir þá sem ekki vita hvað tengdamömmubox er , þá er það box sem sett er á toppgrindur bifreiða til þess að geta geymt hluti í og ferðast með á toppnum.  Einhver gárungi sagði að þetta væri tilvalið til að geyma tengdamóður sína í á ferðalögum og þaðan sé þetta orð komið.  En ég neita staðfastlega að trúa því að ekki sé til nokkurt annað orð yfir þetta fyrirbæri, þ.e boxið ekki tengdamömmuna.

Ég auglýsi hér með eftir umræðu um þetta orð og gaman væri ef einhver fjölmenntaður spjátrungur myndi skottast til að vita eitthvað meira um þetta og fræða okkur sauðsvartan almúgan á þessu orði.

 


Hvar ertu nú?

Ég fór í íþróttahúsið í Borgarnesi í leit minni að þessari bertútta Stinu frá Svíaríki en fann hana hvurgi.  Hugsa að hún fengi betri móttökur í sundlaugum minnar heimabyggðar heldur en í Hveragerði ( Verahvergi) 
mbl.is Bannað að bera brjóstin í Hveró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband