Allt í sóma hér

Það hefur ekki gefist mikill tími til þess að plögga sig inn á netið síðustu daga.  Hef smá stund milli stríða núna og ætla því að reyna að henda inn smá færslu núna. 

Fyrst ber að geta þess að ferðin út gekk býsna vel, talsverð seinkun í Leifsstöð sem kom þó ekki að sök.  Lenti á JFK flugvelli um kl 2100 að staðartíma, fékk mér hótelherbergi í nokkra tíma  áður en ég tók leigubíl yfir á Newark flugvöll þaðan sem ég flaug til Mexico.  Var lentur hér í borg á áætluðum tíma.  Frá því ég kom hingað hafa allir dagar verið annasamir frá morgni til kvölds við undirbúning ( er það ekki korselett) Búin að vera vesenast í pappírsvinnu, velja lög fyrir kirkjuna og veisluna, borga hitt og þetta, versla föt o.fl.  Þess ber nú að geta að það að fá pappíra stiimplaða eða gefna út hér í borg er ekkert gamanmál og tekur marga marga klukkutíma.  Kerfið á Íslandi er barnaleikur miðað við þetta.  Mamma, pabbi og Elín systir komu svo hingað út á fimmtudagskvöldið og erum við búin að reyna nýta tímann í að túristast svolítið en það hefur nú gengið upp og ofan sökum þess hve langt er á milli staða og hvað pappírsvinnan tekur langan tíma. 

Í kvöld 26.júlí er svo fyrri hluti giftingarinnar.  Þá mætir "sýslumaður" eða einhver embættismaður heim til Carmen ásamt túlki og gefur okkur saman formlega, svo er heljarinnar veisla á eftir með mat og drykk.  Aðal kirkjuathöfnin er svo eftir viku klukkan 1200 að staðartíma þ.e 1900 að íslenskum tíma.   Skrifa þessa færslu í miklu flýti svo ég hafi tíma til að slaka á og fá mér máski 1 kaldann í hinsta sinn áður en ég verð formlega giftur maður

Í lokin er gaman að geta þess að í gær vorum við að borða á flottum restaurant hér í bæ þegar Carmen benti mér á að maðurinn er sat á næsta borði var enginn annar en Luis Hernandez einn mesti markaskorari Mexíkósks fótbolta í gegnum tíðina.  Var frægur fyrir sitt ljósa síða hár og þrumuskot.  Fékk vitanlega mynd af mér með kappanum og reif í spaðann á honum 

Smelli svo inn myndum síðar

Bið að heilsa á klakann 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús og kveðjur

Svanhildur Karlsdóttir, 26.7.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Maren

Til hamingju með lífið og tilveruna strákur...

Hlakka til að sjá myndir!

Maren, 27.7.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Margrét Hildur Pétursdóttir

Ohh yndislegt:) gangi ykkur vel á stóra daginn:)

Margrét Hildur Pétursdóttir, 30.7.2008 kl. 00:21

4 identicon

Heldurðu að þetta hafi ekki verið tennisleikari eða borðtennis- eða badmintonmaður úr því að hann var með spaða? Jafnvel kannski bridgespilari?

Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband