uppfærð staða á risanum

Það hefur hvorki gefist tími né skap síðustu daga til að hripa eitthvað hér inn.  Það styttist óðum í að ég fari til Mexico city, nánar tiltekið 15 dagar.  Fer út 13.júli.  Allt búið að vera á fullu við undirbúning, redda pappírum, redda hótelum hingað og þangað fyrir mig og fjölskylduna,  redda peningum o.s.frv.  Það var nú þannig í byrjun síðustu viku að ég var nánast á barmi taugaáfalls af stressi yfir þessu öllu saman.  Veit ekki útaf hverju ég var að stressa mig því ég er búinn að gera allt sem ég get fyrir brottförina.  Var bara stressaður en vissi ekkert af hverju, ansi furðuleg líðan.  Svo ég uppljóstri nú ferðahögum mínum þá lítur þetta þannig út að ég flýg til New York 13.júlí kl 17:00, fer svo þaðan til Mexico city morguninn eftir og verð lentur um kl 13:00 þann 14.  Foreldrar mínir og systir koma svo út þann 24.júlí.  Förum þann 25 eða 26.júlí til Acapulco hvar ku vera ansi heitt á þessum tíma.  Þann 1.ágúst förum við Cocoyoc þar sem brúðkaupið verður daginn eftir.  7.ágúst er það svo brúðkaupsferð til Cancun og þar er heitara en í ofvirkum ljósabekk.  25.ágúst að mig minnir förum við til New York og dveljum þar í 3 daga áður en haldið verður endanlega heim til Íslands þann 28.ágúst.  Alveg magnað ævintýri í uppsiglingu og ég get vart beðið, iða alla daga eins og barn á jólunum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er afar spennandi. Stefni á að kíkja á þig áður en þú ferð út.

Kári (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:25

2 identicon

Var að læra eitt á Spáni. Rauðvín er gott við stressi. Lágmark hálf flaska, heil til að vera viss! Good luck, mæ frænd.

Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Já rauðvín er allra meina bót.  Hvernig er annars lífið þarna á spáni á, eins og segir í laginu?  Rauðvín og tequila verður megin uppistaða matseðilsins næstu vikurnar

Ragnar Gunnarsson, 7.7.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband