Bjössi í bænum

Alveg er þetta með ólíkindum þetta mál.  Stórhættuleg skepna finnst uppi á fjalli á vappi hvar hún á alls ekki heima.  Og fólki finnst undarlegt að blessaður Bjössi hafi verið aflífaður  Hvurn rækallinn átti að gera við björninn?  svæfa hann og senda hann með rútunni í Sollinn og þaðan með þyrlu eða Loftleiðum til Grænlands?  Þá hefði nú einhver risið upp á afturloppurnar og kveinað yfir kostnaðinum af þeim völdum.  Ætla nú ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur um ísnirni en þykist þó vita að þessar skepnur sem verða allt að 500 kíló eru stórhættulegar við ákveðnar aðstæður.  Var staddur á Sauðárkróki í gær, og keyrði m.a hvar björninn var felldur, degi eftir fall bjarnarins og einhver gárunginn sagði þar að það hefðui nú verið gaman að sjá viðbrögðin ef bjössi hefði verið á vappi niður Laugarveginn.  Því ekki voru margir metrar í næsta byggða ból hvar ísbjörninn fannst.  Ef einhver getur sagt mér hvern andskotann hefði fremur átt að gera við björninn þá vinsamlegast gefðu þig fram. 
mbl.is Hvítabjarnarmál vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnar

Sæll og blessaður. Mig langaði bara að spyrja hvort þú værir móðurjörð. Ef svo er, þá þakka ég fyrir mig. Ef ekki, ÞÁ BIÐ ÉG ÞIG UM að fara í rassgat. Hver í ansdsk... gerði þig að dómara yfir því hvað skuli lifa á því landi sem við mannskepnan köllum Ísland.

Annars, bara upp á listina, þá væri ég til í að hafa hausinn á þér upp í stofu... sko upp-stoppaðann.... Nei, þegar þú ert dauður skilurðu ... en pælum í því seinna

Unnar, 6.6.2008 kl. 03:05

2 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Mikið djöfulli er þessi Unnar vinstri-grænn.  Alveg bjóst ég við þessu að hingað inn kæmu eintómir náttúruverndarvinstri grænirblöðruselir og upphrópuðu ókvæðisorð með engu innihaldi í hvívetna.  Annars góð hugmynd að nota höfuð mitt sem stofustáss.  Myndi sóma sér vel í hvaða stássstofu sem er hvar sem er.  Held annars að þessi Unnar ætti best heima í kjötborði í kjörbúð sem úrgangur þar sem seldar eru unnar kjötvörur!!

Ragnar Gunnarsson, 6.6.2008 kl. 21:40

3 identicon

Þakka kærlega fyrir "þar þar" síðast þegar við lögðum leið okkar á ísbjarnaslóðir. Hrikalega gaman að heyra það sem heimamenn sögðu um þennan gest sem hér um bil fór í gólf með þeim. Ekki hef ég enn heyrt í vinstri grænum á Norðurlandi en gaman væri að vita hvað standi í stefnuskrá vinstri grænna um að hafa þig sem stofustáss Raggi minn. Kannski verður það tekið upp á næsta aðalfundi

Inga Sigga (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband