ekki smollinkría hvern sem er

Þegar ég var yngri notaði ég húmorinn sem getnaðarvörn og virkaði það all vel enda var ég með sigg í hægri lófa upp öll unglingsárin!!  Annars verða menn að gæta vel að því hvern þeir smollinkría.

 Það rifjast upp fyrir mér í þessum skrifuðu orðum að fyrir fáeinum árum hafði ég samband við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og bað þá að rækta fyrir mig rekkjunaut.  Ekki hef ég séð tangur né tetur af því sem er afar leitt því ég hafði fengið vilyrði hjá Bændasamtökunum fyrir styrk þar sem ég hugðist stunda bændi í náinni framtíð


mbl.is Klamydía getur valdið ófrjósemi karla líkt og kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smollinkría

Mig langar að benda öllum á að fletta upp í íslenskri orðabók sögninni smollinkría.  Þetta orð heyrði ég fyrst í heimildamyndinni um hinn mikla hvunndagsmeistara Helga Hóseasson.  Hef öngva hugmynd um uppruna þessa eða tilurð þessa orðs.  En skemmtilegt er það og hyggst ég nota það í framtíðinni.  Fyrir þá sem ekki komast í orðabók, þá er um að gera að spyrja næsta málvísindamann.  Nú eða skilja eftir fyrirspurn hér og ég mun koma með svarið um hæl

fyndið?

Mér þykir þetta betri hrekkur en þegar við settum naglabrettið í stólinn hjá kristinfræði kennaranum hérna um árið í Borgarnesi.  Veit samt ekki alveg hvort mér þykir þetta fyndið... jú ég veit það ;)

mbl.is Laxerolía í samlokum í Brekkubæjarskóla á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslakt hjá sköllunum

Iceland Express deildin fór af stað á fimmtudagskvöldið með 4 leikjum.  Borgnesingar byrjuðu keppni í Garðabænum á föstudagskvöldið gegn nýliðum Stjörnunnar.  Garðbæingar hafa 1 sinni áður leikið í efstu deild, það var tímabilið 2001-2002.  Skallarnir unnu báðar viðureignir liðanna þann veturinn, 89-73 og 65-76.  Stjörnumenn unnu reyndar ekki einn einasta leik þann veturinn og hrundu niður í 1.deild.  Nýliðarnir voru því að leita eftir sínum fyrsta sigri í efstu deild frá upphafi s.l föstudagskvöld.  Skallarnir auðvitað með nokkuð breytt lið, nýjan þjálfara og nýjar áherslur.  Já og í nýjum búningum sem að mínu mati var það jákvæðasta við leikinn.  Því Skallarnir voru arfaslakir lengst um í leiknum

 

Óþarfi að örvænta yfir spilamennsku liðsins í leiknum, er sannfærður um að drengirnir eiga eftir að girða sig í brók og ég hef ekki áhyggjur af liðinu. 

 Umgjörð leiksins var svona la-la.  Pizzur og kruðerí til sölu í hálfleik og allt gott um það að segja.  Kynnir leiksins var þó ekki að gera gott mót.  Hann byrjaði á því að kynna lið gestanna, Snæfell úr Borgarnesi, við slæmar undirtektir okkar í stúkunni.  Svo heyrðist mér hann segja að þjálfari Stjörnunnar héti Bragi Guðmundsson, en ekki Magnússon.  Starfsmenn ritaraborðsins voru algjörlega úti að skíta í leiknum.  Skotklukkan var í tómu rugli allan leikinn og leikklukkan var lítið skárri.  Þegar litið er á tölfræði liðanna er hún á sömu nótum.  Allan Fall skv. tölfræðinni gaf 2 stoðsendingar í öllum leiknum.  Ég taldi 5 stoðsendingar hjá honum bara í 1.leikhluta.  

Annars er það umhugsunarefni fyrir KKÍ að leikvarpið á kki.is er ekki komið á nógu góðan rekspöl enn sem komið er.  Enn eitt árið er leikvarpið ekki tilbúið í upphafi tímabils.  Allir leikmenn eru óskráðir og það er heldur klént að þetta skuli gerast ár eftir ár.  Ég benti þeim á þetta á hverju hausti sem ég var að vasast í þessu, en alltaf er það sama sagan

Hápunktur leiksins og ferðarinnar var flatbakan og bjórinn á Pizza Hut eftir leik.  Næsta fimmtudag koma svo George Byrd og félagar í Hamri í heimsókn í nesið.  Er sannfærður um betri leik minna manna í það skiptið. 


Iceland express deildin að byrja... Spádómar

Næstkomandi fimmtudag gerist það sem ég og fleiri hafa beðið eftir frá síðasta vori.  Iceland Express deildin í körfubolta hefst.  Skallarnir hefja leik í Garðabænum á föstudag.  Ætla að henda hér inn spá um lokastöðu liðanna í vor. 

 

1: KR
2: Skallagrímur
3:  Snæfell
4: Grindavík
5: Keflavík
6: Njarðvík
7: Hamar
8: Þór

9: ÍR
10: Tindastóll

11: Fjölnir
12: Stjarnan

 Ætla svo að reyna spá í hverja umferð fyrir sig í vetur.  Endilega verið dugleg að kommenta og koma með ykkar spár


Áfram Ísland

 

Það er vonandi að umfjöllunin um leikana haldi áfram meðan þeir standa yfir og séu í samræmi við stærð þeirra.  

Velti því jafnframt fyrir mér hvort sá er skrifaði fréttina hafi rekið augun í skrif mín og skammir fyrir helgi ;)   


mbl.is Mikið um dýrðir þegar heimsleikar Special Olympics voru settir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðærið?? Ekki fyrir alla

Það þekkja það líklega allir semverið hafa á vinnumarkaðnum að gleðjast við hver mánaðarmót þegar feitt launaumslagið rennur inn um bréfalúguna, já eða í heimabankann nú til dags.  Því feitara sem umslagið er því meiri er gleðin hjá viðtakandanum... eða það skyldi maður nú halda.  En svoleiðis er því nú alls ekki farið hjá öllum.

 Síðastliðið sumar hugsaði ég mér til hreyfings og fékk vinnu á sambýli hér í Borgarnesi og í kjölfarið hef ég tekið að mér liðveislu hjá 2 einstaklingum er búa einir.  Þetta er starf sem hentar mér mjög vel, ekki mikil áreynsla líkamleg, meira andlega krefjandi .  Þar sem ég er á örorkubótum borgar sig ekki að vera í meira en 50% vinnu, sem var einmitt það sem ég lagði upp með er ég byrjaði á nýjum stað.  50% vinna á vöktum gera u.þ.b 2-3 vaktir á viku

 

Æi fjandinn hafi það ég nenni ekki að skrifa eitthvað gáfulegt um þetta málefni hér og nú.  Það ergir mig og pirrar að ég skuli hafa áhyggjur yfir að fá of há laun fyrir vinnuna mína í öllu þessu góðæri sem hér ríkir.  Svo að ég tali nú ekki um það að nú innan skamms mun ég verða skráður í sambúð og þá lækka bæturnar mínur um 10-15 þúsund á mánuði.  Þar sem ég hef haft of há laun fyrir vinnu mína s.l mánuði get ég átt von á rukkun frá Tryggingastofnun innan skamms.

 Finnst bara tími til kominn að þessir andskotans háleistar sem við kusum yfir okkur á Alþingi fari að draga höfuðið útúr rassgatinu á sér og geri þetta land  lífvænlegt fyrir alla, líka mig og aðra í minni stöðu.

Það er andskoti skondið í þessu að ég er búinn að vera reyna útskýra þetta fyrir Carmen, en hún botnar lítið í þessu rugli.  En ég sagði henni að örvænta eigi því ekki skildi ég þetta nú allt saman og er ég nú búinn að vera flæktur í þetta flókna kerfi í næstum 20 ár

 Ég er farinn í verkfall!!


Staurblindir íþróttafréttamenn.... á öllum miðlum

Þeir sem þekkja mig vita að ég er forfallinn fréttafíkill og þá sér í lagi íþróttafréttafíkill.  Ég fylgist stöðugt með fréttum á netmiðlum víða að úr heiminum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi.  Á sínum tíma skrifaði ég bæði fyrir blöðin og netmiðla um íþróttir, tók viðtöl og var með puttann á púlsinum.  Einnig nam ég fjölmiðlafræði við FB fyrir um 10 árum síðan og lærði þar ýmislegt um störf fjölmiðla, þrátt fyrir að hafa eigi lokið því námi.  En störf mín og nám eru eitthvað sem ég ætla ekki að stæra mig af hér og nú. 

Það sem hefur vakið athygli mína, reiði og hneykslan í dag  er það að ég hef varla séð tangur né tetur af þeim fregnum að s.l nótt hélt um 35 manna keppnishópur af stað til Kína til að taka þátt í Alþjóðaleikum þroskaheftra (Special Olympics) Þar sem málið er mér eilítið skilt, hef ég fengið að fylgjast með undirbúningi eins keppandans er hélt til Kína í nótt og upplifa aðeins tilhlökkunina hjá hópnum fyrir förinni erlendis.  Nú fyrir skömmu var haldið HM í frjálsum íþróttum í útlöndum og þangað var hægt að senda mann  og mús með tölvur, upptökuvélar og jafnvel að sýna beint frá öllum dögum keppninnar og fleiri dæmi mætti taka.  Því þykir mér það með ólíkindum lélegt af fjölmiðlungum að geta ekki sagt frá för þessa frábæra fólks til Kína.  Þó ekki væri nema að fylgja liðinu úr hlaði þegar haldið var af stað til Keflavíkur.  Fróðlegt verður svo að sjá eftir helgi er leikarnir hefjast hvort fjölmiðlungar sjái sér fært að flytja fregnir af gangi hópsins í Kína.  Ég allavega vona að íþróttafréttamenn þessa lands nái að krafla sig út úr fréttum af golfi, fótbolta og handbolta og geti séð jákvæðu og mannlegu hliðarnar í lífinu á næstu dögum og vikum meðan mótið stendur yfir.  Hysjið nú upp um ykkur brækurnar íþróttafréttamenn.

Vil þó í lokin hrósa Kastljósinu fyrir umfjöllun sína í kvöld þar sem þeir tóku viðtal við þá fimleikamenn er munu keppa á mótinu.  Þykir þó heldur hjákátlegt að þurfa að hrósa fjölmiðlafólki fyrir að segja frá því þegar fólk fer til keppni á Ólympíuleikum ( það má samt ekki kalla þetta ólympíuleika, heldur Alþjóðaleika þroskaheftra) Það þykir í meira lagi sjálfsagt er aðrir fara á Ólympíumót.

 


Þrek og tár

Þá er komið að því þetta haustið að undirritaður fer að huga að því að smella sér í líkamsrækt og koma sér í almennilegt form.  Meðan ég hef verið að spá í að byrja síðustu daga rifjast upp fyrir mér kynni sem ég hef átt af fjölmörgum íþróttaþjálfurum, leiðbeinendum, sjúkraþjálfurum og fleiri sprenglærðum sem hafa leiðbeint mér í gegnum árin við að búa til æfingaprógram og slíkt.  Einn er þó sem stendur uppúr í minninu, bæði sem skemmtilegasti og færasti þjálfari sem ég hef haft.  Langar af því tilefni að rifja upp kynni okkar

 

Það var árið 1996 sem ég fluttist til Reykjavíkur til að hefja nám í FB, þá 17 vetra gamall.  Er ég fór að huga að því að fara hreyfa mig og koma mér í form var mér bent á að Íþróttafélag fatlaðra væri með fína lyftingaaðstöðu og góðan þjálfara niðri í Hátúni.  Þar að auki væri það mér að kostnaðarlausu að æfa þar.  Ég hélt því sem leið lá, einn fagran haustdaginn, með strætó þangað niðreftir með það í hyggju að ræða við þjálfarann um það hvort ég, Borgnesingurinn, rennblautur á bakvið eyrun í höfuðborginni væri ekki örugglega velkomið að æfa með þeim.  Er ég kom inn á skrifstofuna hvar þjálfarinn sat brá mér heldur en ekki í brún því það var sjálfur Ívar Hauksson.  Fyrir þá er ekki kenna þann kauða, þá var hann altalaður í þjóðfélaginu á þeim tíma og afar umdeildur.  Hann hafði tekið þátt í íslandsmótinu í vaxtarækt margoft og oftar en ekki farið með sigur af hólmi.  Hann hafði komist í fréttirnar fyrir að vera staðinn að innflutningi á sterum og var þessi Séð og heyrt týpa á þessum árum.  Gott ef hann var ekki einhverntíma bendlaður við handrukkanir í slúðurblöðunum.  En hvað um það, þarna sat ég á spjalli við manninn og hann var hinn indælasti og bauð mig velkominn.  Skemmst er frá því að segja að þessi vetur var einhver sá skemmtilegasti hvað varðar íþróttaæfingar.  Ívar náði einstaklega vel til okkar er æfðum hjá honum og margar þær aðferðir og æfingar er hann kenndi mér hafa nýst mér í gegnum árin.  Hef æft undir handleiðslu margra eftir þetta en það kemst enginn með tærnar þar sem Ívar hafði hælana.  Mér skilst að í dag starfi Ívar sem golfkennari á Spáni

Í æfingahópnum með mér þennan veturinn var margur kynlegur kvisturinn, hvroutveggja líkamlega sem andlega fatlaðir einstaklingar.  Kynntist flestum þeirra mjög vel þarna, en því miður hef ég ekki hadið sambandi við neinn þeirra eftir þetta.   Einn þeirra sem ég kynntist nokk vel var hann Jósef semfer á kostum í þessu myndskeiði um karókí á Íslandi.  Ógleymanlegt þegar hann skutlaði mér heim á gömlu Lödunni sinni eftir æfingar og spilaði Elvis af eldgömlum kasettum ásamt því að fræða mig um líf kóngsins.  

Aldrei að vita nema ég muni fljótlega rifja up kynni mín af Kio Briggs

 


Afrek

Vil byrja á að óska strákunum til hamingju með sigurinn.  Ég fór í höllina fyrir viku síðan og sá þessa mögnuðu frammistöðu drengjanna og ævintýralegu sigurkörfu hjá Jakob.  Búnir að vinna 8 af síðustu 9 leikjum er hreint frábær árangur hjá drengjunum, ekki síst ef tekið er mið af því að í síðustu leikjum hefur vantað stórar kanónur á borð við Jón Arnór, Hlyn Bærings og Sigga frá Skeljabrekku.

 Annars gæti ég eytt allri nóttinni í að dásama frammistöðu piltanna, en það er nægt framboð af fólki til þess arna.  Hins vegar langar mig að minnast á frammistöðu RÚV í þessum efnum.  Þeir sýndu beint frá Sauna landinu á dögunum, leikur sem var ekkert merkilegur í nokkra staði nema fyrir beinu útsendinguna.  Svo sýndu þeir Georgíu leikinn í dagskrarlok í heild sinni.  Vissulega gott framtak fyrir þá sem komust á leikinn og vildu sjá hann er heim var komið.  Í kvöld bar svo verra við, því öldungis voru sýnd brot úr leiknum við Austurríkismenn.  10-15 mínútur og viðtöl.  Til að kóróna allt var svo talað um "vítaköst" í lýsingunni og miðherji Íslands hét Friðrik Friðriksson.  Þó Frikki Stef sé arfaslakur er nú alveg lágmarkskrafa að íþróttafréttamenn viti hvað maðurinn heiti.  Friðriksson var markverja hjá ÍBV, Fram og íslenska landsliðinu í gamla daga og dóttir hans sló í gegn á dögunum. 

 

Um leið og ég óska strákunum í landsliðinu til hamingju skora ég á íþró´ttafréttamenn hjá RÚV að hysja upp um sig brækurnar og standa sig betur í sínu starfi 


mbl.is Íslendingar lögðu Austurríkismenn 91:77
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband