Færsluflokkur: Dægurmál
23.4.2008 | 01:42
Hvað á þetta að þýða?
Vináttan orðin þvinguð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2007 | 18:57
Býr Íslendingur hér... eða í New York?
Ég þótti nokkuð heppinn í byrjun október s.l er mér barst bréf frá Tryggingastofnun ríkisins með uppgjöri ársins 2006. Heppnin fólst í því að ég átti inni hjá þeim 60 þúsund krónur eða þar um bil. Meðfylgjandi uppgjöri þessu var tekjuáætlun mín fyrir 2006. Áætlun þessi gildir fyrir árið 2007 þar eð ég gerði öngvar athugasemdir við hana um s.l áramót, eingöngu vegna þess að ég hafði og hef ekki slíka skyggnigáfu að geta séð fram í tímann með laun mín. Þar sem ég hafði nú þessa áætlun í höndunum ákvað ég að reikna út hvað ég væri búinn að þéna það sem af var ári og komst ég þá að þeirri niðurstöðu að ég var búinn með kvótann þann 1. nóvember. Sem þíðir að mikinn hluta þess er ég þéna eftir þann 1.nóv þarf ég að greiða TR til baka þegar þetta ár verður gert upp. Þar sem ég hef engann áhuga á að vinna fyrir sama sem ekki neitt, komst ég að samkomulagi við vinnuveitendur mína um að fara í launalaust leyfi fram yfir áramót. Þarf að vísu að taka eina vakt í næstu viku og svo um jólin.
Þegar það var orðið ljóst að ég hefði ekkert fyrir stafni fram að jólum ákvað ég að fara á stúfana og versla mér ferð til Mexico hvar ég hyggst dvelja hjá henni Carmen minni. Föstudaginn 16.nóvember mun ég halda af landi brott sem leið liggur til Nýju Jórvíkur (New York), þar mun ég dvelja í 1 sólarhring áður en ég flýg áfram til Mexico City. Heimleiðis mun ég svo halda þann 20.desember. Mér datt í hug að athuga hvort það væri einhver mér kunnugur í New York sem les þetta blogg mitt og væri tilbúinn að leiðbeina mér í NY í sólarhring. Því varla þykir það góð Latína að sveitapilturinn ég sé að dandalast einn innan um kriminjála og misyndismenn í borg sem telur margfalt fleira fólk heldur en allt sauðfé og rjúpur á Íslandi samanlagt. Þannig að ef einhver sem les þetta og býr þar má gjarnan hafa samband, risinn@mmedia.is
Góðar stundir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.8.2007 | 21:00
nám eða skynsemi
Er ég var ungur maður lá það afar vel við mér að læra og hafði ég ávallt afbragðs einkunir í skóla. Lærði að lesa 4 ára gamall og las fyrir bekkjarfélaga mína i 6 ára bekk, reikningur var eins og opin bók, þó ekki bankabók, fyrir mér. Ég þótti ogsvo slunginn í hinum ýmsu íþróttum, en það er hinsvegar önnur saga. Þegar ég svo tók upp á því að eldast á seinni árum fór námsárangrinum að hraka og er á unglingsárin var komið kynntist ég Bakkusi frænda og ég komst að þeirri niðurstöðu að æfingin skapar eigi meistarann, enda búinn að æfa körfubolta í 10 ár og spila samtals 10 mínútur á ferlinum. Einnig þótti mér skynsamlegra að sitja heima í stofu og horfa á íþróttir í imbakassanum og þá helst með krús í hönd. Fann það líka út að ég væri barasta fluggáfaður og þyrfti ekkert að stunda skóla yfir haus.
Ég lét þó tilleiðast og hélt áfram námi í FVA og FB, án teljanlegs árangurs, og kláraði aldrei það sem til þarf svo húfan kæmist á höfuð vort. Ýmislegt hef ég svo reynt eftir að skólagöngunni lauk, fjarnám var ekki að gera sig því sjálfsaginn var ekki til staðar. Leiðsöguskólann í Kópavogi reyndi ég, en eigi var hann að gera sig því fjármunir voru ekki til staðar. Fór yfir á heftinu eins og sagt var í den tid. Nú er svo komið að ég er kominn í draumavinnu við mitt hæfi og kann afar vel við hana sem slíka. Hef hugsað mér að sækja námskeið og slíkt til að auka hæfni mína í því starfi og tekjumöguleika
Þó hefur svo verið síðustu ár að almúginn er ávallt að býsnast yfir lærdómsleysi mínu og vill ólmur senda mig í eitthvert nám. Aldrei hefur mér þótt það viðunandi hugmynd, enda hef ég ekki vitað hingað til hvað ég vil verða þegar ég verð stór. En nú veit ég það... ég ætla að verða feitari þegar ég verð stór!! Síðastliðna nótt hinsvegar sannfærðist ég um að nám er öngvan veginn fyrir minn snúð. Því mig dreymdi að ég væri að byrja í FVA á nýjan leik. Þegar svo kom að því að hringt væri inn í fyrsta tíma fann ég hvurgi skólasekk minn. Fór svo að ég komst aldrei í kennslustundina og var fyrir vikið rekinn úr skólanum.
Skýr skilaboð takk fyrir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)