Hvað á þetta að þýða?

Alveg er þetta hreint ótrúlegt með þá þarna á mbl.is.  Hvers vegna í ósköpunum er í fréttinni talað um Davíð en ekki David?  en nöfn Tom, Kate og Evu látin halda sér óbreytt.  Persónulega finnst mér einmuna ljótt þegar verið er að færa erlend fornöfn yfir á íslensku.  Hinsvegar þætti mér í meira lagi kómískt ef gengið væri alla leið í þíðingu nafnanna og þau færð alfarið yfir á íslensku.  David Beckham gæti þá t.d verið Davíð Bekkjarskinka, Tom Cruise yrði Tómas Krús og Kate Beckinsale yrði máski Kata Sölubekkur
mbl.is Vináttan orðin þvinguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega .... og hvað með svona bull eins og Kaupmannahöfn/Köbenhavn, Lundúnir/London,  Jótland/Jylland,  Frakkland/France..  o.s.frv. 

Edda (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 01:56

2 identicon

Eða þegar maður kemur enn lengra út og nefnir Svartfjallaland, Kænugarður og Grænhöfðaeyjar þá fer maður að standa á gati.  Ég get ekki verið annað en sammála um að þessi íslenskun á nöfnum og nafngiftum er alveg út í hött.

Snowman (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 03:00

3 Smámynd: Margrét Hildur Pétursdóttir

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA! Ég er sammála! Við skulum breyta öllum erlendum nöfnum svona.. Sölubekkur!! Hahahahhahahahaha This just made my day!

Margrét Hildur Pétursdóttir, 23.4.2008 kl. 08:40

4 identicon

Ég spyr nú að öðru: hvað á það að þýða að hafa þýða með þíða?? :)

Kári (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:17

5 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Það þýðir náttúrulega ekkert að koma með einhverjar svona blammeringar frændi!  Ég var reyndar búinn að reka glyrnurnar í þessa afar slæmu villu hjá mér.  Er reyndar með þetta sitt á hvað í færslunni svo ég er ekki alveg alvitlaus alltaf ;)

Ragnar Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 22:25

6 identicon

Spurning hvort Beckinsale vísar í bekk eða bekken...

Siggi Heiðarr (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband