31.7.2008 | 06:23
Stóri dagurinn að renna upp
Mig langaði bara að henda hér inn nokkrum orðum áður en kemur að stóra deginum. Til að gera stutta ferðasögu enn styttri þá var formlega brúðkaupið s.l laugardag og gekk það afskaplega vel. Við vorum gefin formlega saman af einhverjum embættismanni og svo var etið og drukkið að því loknu. Ég drakk þónokkuð af Tequila og gerðist all ölur, sem er vel. Einna best kunni ég þó við það að tengdamóðir mín drakk íslenskt brennivín af stút og þótti gott. Ég lofaði Jeronimo tengdaföður mínum að ég skildi gefa honum hákarl með brennsanum er hann kæmi á klakann. Hann var nú ekki allskostar sáttur við brennivínið og gretti sig í hvívetna er hann bragðaði það. Á sunnudeginum fórum við svo á fótboltaleik, Pumas-Necaxa. Hörkuleikur og fín skemmtun. Erum svo aðeins búin að skoða borgina, en lítill tími hefur gefist í túrisma sökum anna við undirbúning. Í fyrramálið förum við svo til Cocoyoc þar sem brúðksupið fer fram og verðum þar fram á sunnudag. Vil því nota tækifærið og kasta kveðju á mannskapinn. Næst þegar ég skrifa hér verð ég harðgiftur maður.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.7.2008 | 23:00
Allt í sóma hér
Það hefur ekki gefist mikill tími til þess að plögga sig inn á netið síðustu daga. Hef smá stund milli stríða núna og ætla því að reyna að henda inn smá færslu núna.
Fyrst ber að geta þess að ferðin út gekk býsna vel, talsverð seinkun í Leifsstöð sem kom þó ekki að sök. Lenti á JFK flugvelli um kl 2100 að staðartíma, fékk mér hótelherbergi í nokkra tíma áður en ég tók leigubíl yfir á Newark flugvöll þaðan sem ég flaug til Mexico. Var lentur hér í borg á áætluðum tíma. Frá því ég kom hingað hafa allir dagar verið annasamir frá morgni til kvölds við undirbúning ( er það ekki korselett) Búin að vera vesenast í pappírsvinnu, velja lög fyrir kirkjuna og veisluna, borga hitt og þetta, versla föt o.fl. Þess ber nú að geta að það að fá pappíra stiimplaða eða gefna út hér í borg er ekkert gamanmál og tekur marga marga klukkutíma. Kerfið á Íslandi er barnaleikur miðað við þetta. Mamma, pabbi og Elín systir komu svo hingað út á fimmtudagskvöldið og erum við búin að reyna nýta tímann í að túristast svolítið en það hefur nú gengið upp og ofan sökum þess hve langt er á milli staða og hvað pappírsvinnan tekur langan tíma.
Í kvöld 26.júlí er svo fyrri hluti giftingarinnar. Þá mætir "sýslumaður" eða einhver embættismaður heim til Carmen ásamt túlki og gefur okkur saman formlega, svo er heljarinnar veisla á eftir með mat og drykk. Aðal kirkjuathöfnin er svo eftir viku klukkan 1200 að staðartíma þ.e 1900 að íslenskum tíma. Skrifa þessa færslu í miklu flýti svo ég hafi tíma til að slaka á og fá mér máski 1 kaldann í hinsta sinn áður en ég verð formlega giftur maður
Í lokin er gaman að geta þess að í gær vorum við að borða á flottum restaurant hér í bæ þegar Carmen benti mér á að maðurinn er sat á næsta borði var enginn annar en Luis Hernandez einn mesti markaskorari Mexíkósks fótbolta í gegnum tíðina. Var frægur fyrir sitt ljósa síða hár og þrumuskot. Fékk vitanlega mynd af mér með kappanum og reif í spaðann á honum
Smelli svo inn myndum síðar
Bið að heilsa á klakann
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2008 | 03:32
Farinn
27.6.2008 | 23:15
uppfærð staða á risanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2008 | 01:15
meira um Bjössa frænda
Erfið aðgerð framundan að Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2008 | 01:09
Bjössi í bænum
Hvítabjarnarmál vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2008 | 00:29
naut ellegar nekt
Nakin gegn nautaati | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 01:33
Á skjálftavaktinni
Oft hefur ekkert verið að fregna úr ranni mínum. En því ber nú aldeilis öðruvísi við í dag. Ég ákvað ásamt Elínu systir minni að ganga upp á Grábrók í dag, þar sem ég hefi aldregi gengið þar upp þótti þetta nú nok fréttnæmt. Eftir röska göngu þar upp ákváðum við að aka meðfram Hreðavatni. Er þeirri ökuferð lauk var haldið út á þjóðveg og ekið heim á leið. Það hefur líklegast verið til móts við Baulu skálann sem Grábrókarganga okkar varð ekki lengur fréttaefni. Því þá heyrðum við fyrst af Suðurlandsskjálftanum sem skyggðu svo gjörsamlega á gönguferð okkar að ég sat hvummsa eftir. Aldrei fann ég fyrir því að jörðin hristist þrátt fyrir að vera afar næmur á jarðskorpuhreyfingar, skynja jafnvel lognið hreyfast.
Ég man þó eins og gerst hafi í gær hvernig því var háttað er jörð skalf á Suðurlandinu árið 2000. Ég var staddur í Straumfjarðartungu með Baldri frænda mínum þann 21.júní ef ég man rétt og höfum við sötrað allnokkra bjóra um kveldið er ég þurfti skyndilega að bregða mér á kamarinn til að skvetta þvagi og vinda reiðtygin. Hvar ég stóð og mé í klóið þótti mér undarlegt hvað vatnið í skálinni fór allt í einu að ganga í hringi og ég að hristast. Hugsaði með mér að nú væri ég búinn að þjóra ögn of mikið og tími til kominn að hægja á sér. Sem skaut þó skökku við því eigi var ég ölur er á kamarinn ég gekk. Er ég gekk aftur til stofu spurði ég frænda vorn hvort ölvaður væri ég orðinn eða hvort jarðhræringar hefðu átt sér stað. Í þann mund ég sleppti setningunni varð mér litið á stórt málverk af Snæfellsjökli á veggnum sem hékk allt í einu á skakk og skjön við raunveruleikann og áttaði ég mig þá á að stór jarðskjálfti hefði orðið. Kveikt var á gömlu gufunni og fylgst með fregnum fram eftir náttu. Svona man maður vel hvar maður var staddur þegar stór atburðir eiga sér stað. Í dag var ég staddur við Hreðavatn þegar ég fann ekki fyrir stóra skjálftanum.
Langar í lokin að óska Sigga Heiaðarri og Benný og Steina og Kristínu til hamingju, en þau hjónin og hjónaleysin eignuðust drengi með 2 daga millibili í vikunni. Mikla boldángsdrengi sem ég geri ráð fyrir að verði báðir skírðir Ragnar
Ingólfsskáli eyðilagðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 15:17
29 í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2008 | 00:30
Mikið óskaplega er maður einfaldur
Nú hefur það færst í vöxt síðust ár að einu samskipti sem maður hefur við marga af sínum gömlu og góðu kunningjum og vinum eru í gegnum netið, bloggið, msn o.fl. Þar sem ég er afar meðvitaður um .essa þróun ákvað ég að skrifa hér inn fregnir af sjálfum mér. Þannig háttar nú til í mínu lífi að ég varð fyrir því endalausa óhappi um s.l helgi að skjárinn á fartölvu minni gaf upp öndina og því hef ég ekki getað brúkað tölvubáknið mitt síðustu dægrin. Fljótlega rann þó það ljós upp fyrir mér að með því að tengja tölvuóbermið við imbakassann minn get ég að einhverju leiti notast við hana. En þar sem upplausnin í tölvunni er ekki upp á það allra besta og apparatið orðið frekar fornt, Þá sé ég ekki ýkja vel skrifað mál í sjónvarpi voru. Þetta bjargar því þó sem bjargað verður í bili. Ég get lesið tölupóstinn minn og horft á klám, þá er mér borgið um sinn allavega. Til að bæta bleiku ofaná grænt þá hrundi tölvupósturinn minn líka um stundarsakir í vikunni sem leið. Þetta varð m.a til þess að ég missti af fundi sem ég þurfti nauðsynlega að mæta á og datt ´´ur sambandi við menn og konur alveg hægri vinstri. Að vera tölvulaus í 3 daga er alls ekkert grín. Það get ég sagt fullum fetum eftir að hafa lent í því
Séu einhverjar stafsetningar ellegar innsláttarvillur í þessum texta er það sökum þess að ég sé ekki hvað ég er að skrifa.
Yfir og út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)