7.5.2008 | 18:38
Mín spá og gömul staka
Ég reið ekki feitum hesti frá spá minni fyrir körfuna í vetur, enda ekki mjög spámannlega vaxinn. Vona að jórinn er ég ríð í spánni fyrir knattspyrnusumarið verði öllu digurri en í körfunni.
Spá mín er svona:
1: Valur
2: KR
3: FH
4: ÍA
5: Breiðablik
6: Fylkir
7: Keflavík
8: Fram
9: Fjölnir
10: Þróttur
11: Grindavík
12: HK
Læt svo flakka með í lokin stöku sem ég samdi fyrir ca 10-12 árum síðan, en hún hljómar svo:
Um botnbaráttuna spái ég
að berjist liðið leiðinleg.
Hef oft vonað og vona enn
að verði neðstir Skagamenn
Endilega hendið inn ykkar spá í leiðinni
Val spáð sigri í Landsbankadeild karla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2008 | 01:42
Hvað á þetta að þýða?
Vináttan orðin þvinguð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.4.2008 | 17:07
Mexíkósk söngdrottning á Íslandi
Svo virðist sem samband milli Mexíkó og Íslands hafi aukist gífurlega frá því ég og Carmen fórum að rugla saman reitum fyrir 1 og hálfu ári síðan. Forsetinn var nýverið staddur í Mexíkó ásamt föruneyti, Björk var með tónleika þar í desember, Vesturport er að sýna kommúnuna þar þessa dagana, Gael Garcia hefur verið að leika í sömu sýningu á Íslandi, Sigurrós er að fara halda tónleika ytra í sumar og það nýjasta er myndband sem Carmen benti mér á með Mexíkóska ungstirninu Ximena Sarinana. Ung og efnileg söngkona sem tók upp tónlistarmyndband hér á landi. Ansi gaman að þessu flotta myndbandi
Linkurinn er hér:
http://mx.youtube.com/watch?v=lC_6DPOxBAc
Tónlist | Breytt 25.4.2008 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2008 | 01:29
Jahérna
Spurning hvort maður verði ekki að splæsa í svona apparat þegar fram líða stundir.
Sú var tíðin að maður rogaðist með vasadiskó og var að spá í að fá sér ferða vínyl spilara svo slagsíða hlaust af hér í gamla daga
Sjónvarpið í vasanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 16:44
Darryl Dawkins í Borgarnesi
Flestir sem fylgst hafa með NBA körfunni í gegnum tíðina kannast við Darryl Dawkins sem lék lengst af með Philadelphia 76ers en einnig með New Jersey, Utah og Detroit. Hann varð m.a meistari með 76ers 1983 að mig minnir. Hann skoraði að mta 12 stig í leik á ferlinum, en varð einna frægastur fyrir að mölva korfuboltaspjöld í leik, sem varð til þess að farið var að styrkja spjöldin sérstaklega í kjölfarið.
Það er gaman að segja frá því að téður Dawkins er staddur í Borgarnesi um helgina í tengslum við körfuboltamót sem hér fer fram. En hann mun vera einn af þjálfurum bandarísk liðs sem er hér fyrir tilstilli þjálfara Skallagríms Kenneth Webb
læt hér fylgja með 2 góð video af kallinum þegar hann var upp á sitt besta
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 23:41
Til hamingju Snæfell
Við sátum hérna félagarnir og horfðum á þennan leik í kvöld. Skallarnir auðvitað úr leik svo það er erfitt fyrir mann að ákveða hvort liðið maður á að styðja. Ég held einfaldlega með körfuboltanum í heild sinni og vonast eftir sem flestum leikjum. Þessi leikur í kvöld var af rándýrari gerðinni. Hreint ótrúleg skemmtun sem var borin á borð fyrir mann.
Langar að óska félögum mínum, Hlyni og Sigga og öllum leikmönnum Snæfells til hamingju með að vera komnir í úrslit í þriðja sinn. Alveg morgunljóst að maður á eftir að kíkja í Hólminn í lokaúrslitunum. Pylsa og kók á Vegamótum á leið vestur, formúla sem getur ekki klikkað
Annars er þessi færsla eingöngu skrifuð til að fá heimsóknir á síðun a mína
Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 21:52
tengdamamma tilvonandi
Þættinum hefur borist bréf! Það er varðandi orð dagsins. Orð dagsins að þessu sinni er: Tengdamömmubox, ég endurtek; tengdamömmubox. Flestir vita nú fyrir hvað þetta orð stendur, en ég veit ekki um neinn sem veit um eitthvað annað orð, fræðilegra og betur lísandi yfir þennan hlut.
Fyrir þá sem ekki vita hvað tengdamömmubox er , þá er það box sem sett er á toppgrindur bifreiða til þess að geta geymt hluti í og ferðast með á toppnum. Einhver gárungi sagði að þetta væri tilvalið til að geyma tengdamóður sína í á ferðalögum og þaðan sé þetta orð komið. En ég neita staðfastlega að trúa því að ekki sé til nokkurt annað orð yfir þetta fyrirbæri, þ.e boxið ekki tengdamömmuna.
Ég auglýsi hér með eftir umræðu um þetta orð og gaman væri ef einhver fjölmenntaður spjátrungur myndi skottast til að vita eitthvað meira um þetta og fræða okkur sauðsvartan almúgan á þessu orði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 01:33
sjaldan er góð vísa of oft kveðin
Þessi á vel við þessa dagana:
Ef einmanna er ég á kvöldin
sá eineygði tekur oft völdin.
Í lófanum leikur,
en verður loks veikur
og gubbar á gluggatjöldin
Þessi er frumsamin eftir sjálfan mig fyrir nokkrum árum síðan
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 01:11
Spurningaleikurinn vaknaður !!!!
Í tilefni dagsins kem ég með spurningu varðandi úrslitakeppnina og Grindavík
Hversu oft hefur Skallagrímur mætt Grindavík í úrslitakeppninni og hve oft höfum við unnið viðureignir við þá? Bónusstig fyrir þá sem finna út heildar vinningshlutfall gegn þeim í úrslitakeppninni
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2008 | 21:31
Hvar ertu nú?
Bannað að bera brjóstin í Hveró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)