22.4.2008 | 17:07
Mexíkósk söngdrottning á Íslandi
Svo virðist sem samband milli Mexíkó og Íslands hafi aukist gífurlega frá því ég og Carmen fórum að rugla saman reitum fyrir 1 og hálfu ári síðan. Forsetinn var nýverið staddur í Mexíkó ásamt föruneyti, Björk var með tónleika þar í desember, Vesturport er að sýna kommúnuna þar þessa dagana, Gael Garcia hefur verið að leika í sömu sýningu á Íslandi, Sigurrós er að fara halda tónleika ytra í sumar og það nýjasta er myndband sem Carmen benti mér á með Mexíkóska ungstirninu Ximena Sarinana. Ung og efnileg söngkona sem tók upp tónlistarmyndband hér á landi. Ansi gaman að þessu flotta myndbandi
Linkurinn er hér:
http://mx.youtube.com/watch?v=lC_6DPOxBAc
Athugasemdir
Það kemur ekkert myndband :S það er bara hvítur kassi....
Elín Ósk (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:03
Ja hvur andskotinn. Eitthvað er blog.is að klikka. Er búinn að reyna laga þetta, en það gerist ekkert
Ragnar Gunnarsson, 23.4.2008 kl. 15:43
settu bara link inn.
Rúnar Birgir Gíslason, 24.4.2008 kl. 14:01
settu bara linkinn inn ef þú ert lunkinn litli minn...
Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.