Skallagrímur...??

Það vita allir þeir er þekkja mig að ég er annálaður ofuráhugamaður um körfubolta.  Sérstaklega er öll möguleg og ómöguleg tölfræði mínar ær og kýr þegar kemur að umfjöllun um þessa göfugu íþrótt.

Þannig vill til að fyrir skömmu fjárfesti ég í apparati sem gerir mér kleift að tengja harða diskinn úr gömlu borðtölvunni minni, sem legið hefur í dái inní skáp í rúmlega 3 ár, við fartölvuna er ég brúka dags daglega.  Á þessum harða diski fann ég déskoti magnaða tölfræðisamantekt er ég hafði gert um Skallagrímsliðið.  Var ég búinn að taka saman í excel skrá heildaryfirlit yfir allar viðureignir Skallanna við öll lið er spilað hafa í úrvalsdeildinni frá því Skallarnir ráku þar inn nefið fyrst árið 1992.  Þessi samantekt náði til ársins 2004 eða þar til gamla tölvan gaf upp öndina.  Nú hef ég að mestu leiti lokið við þessa tölfræðiskráningu og datt mér það snjallræði í hug að hafa smá spurningaleik hér úr þessari samantekt.  Það segir sig sjálft að ef enginn mun svara þá mun ég ekki halda áfram að spyrja

Fyrsta spurning:  Eitt er það lið sem Skallagrími hefur aldrei tekist að vinna á útivelli í úrvalsdeild, hvaða lið er það? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljónagryfjan-Njarðvík

Diddi (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

það er rangt,  unnum þar okkar eina sigur tímabilið 92-93

Ragnar Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 22:41

3 identicon

Er það KR?

Elín Ósk (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:02

4 identicon

Þetta steinliggur.

Við höfum aldrei unnið í Sláturhúsinu við Sunnubraut. - KEflavík

Guðni (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Elín það er rangt hjá þér.  Síðast unnum við KR á útivelli á síðasta tímabili.  Höfum unnið þá 4 sinnum á útivelli frá 1992

Guðni þetta er líka rangt hjá þér.  Höfum einu sinni unnið deildarleik í Keflavík, það var tímabilið 92-93, þ.e sama tímabil og við unnum í Njarðvík.  Síðan þá höfum við tapað 28 deildarleikjum í röð í Keflavík og Njarðvík

Vil reyndar taka það fram að þessi samantekt mín er fram að þessu tímabili sem er í gangi núna.  Þ.e tímabilið 2007-2008 er ekki með í samantektinni, enda er það ekki búið 

Ragnar Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 23:37

6 identicon

Grindavík??

Elín Ósk (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 00:05

7 identicon

við höfum aldrei unnið Tindastóll á úti velli

Ingólfur Hólmar (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 00:21

8 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Þetta er bæði rangt hjá ykkur frændur og systur.  Unnum Tindastól og Grindavík bæði úti í fyrra þ.e tímabilið 2006-2007

Koma svo... 

Ragnar Gunnarsson, 5.3.2008 kl. 00:24

9 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Ég er svo sem ekki alveg viss.

Þór Akureyri kemur sterkt inn.. 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 5.3.2008 kl. 07:13

10 identicon

Ég hef það! hlýtur að vera e-t fyrstu deildar liðið....

Breiðablik?

Guðni (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:27

11 identicon

Ekki eru það grannarnir í Snæfell???

Elín Ósk (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:17

12 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Góður Guðni!!! Höfum aldrei unnið Breiðablik á útivelli, árangurinn 0-5.  Töpuðum fyrst þar tímabilið 1992-93, og síðast tímabilið 02-03

Ragnar Gunnarsson, 5.3.2008 kl. 11:18

13 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Dem .. ég sem ætlaði að skjóta á Breiðablik, liðið mitt!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.3.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband