Býr Íslendingur hér... eða í New York?

Ég þótti nokkuð heppinn í byrjun október s.l er mér barst bréf frá Tryggingastofnun ríkisins með uppgjöri ársins 2006.  Heppnin fólst í því að ég átti inni hjá þeim 60 þúsund krónur eða þar um bil.  Meðfylgjandi uppgjöri þessu var tekjuáætlun mín fyrir 2006.  Áætlun þessi gildir fyrir árið 2007 þar eð ég gerði öngvar athugasemdir við hana um s.l áramót, eingöngu vegna þess að ég hafði og hef ekki slíka skyggnigáfu að geta séð fram í tímann með laun mín.  Þar sem ég hafði nú þessa áætlun í höndunum ákvað ég að reikna út hvað ég væri búinn að þéna það sem af var ári og komst ég þá að þeirri niðurstöðu að ég var búinn með kvótann þann 1. nóvember.  Sem þíðir að mikinn hluta þess er ég þéna eftir þann 1.nóv þarf ég að greiða TR til baka þegar þetta ár verður gert upp.  Þar sem ég hef engann áhuga á að vinna fyrir sama sem ekki neitt, komst ég að samkomulagi við vinnuveitendur mína um að fara í launalaust leyfi fram yfir áramót.  Þarf að vísu að taka eina vakt í næstu viku og svo um jólin.

 

Þegar það var orðið ljóst að ég hefði ekkert fyrir stafni fram að jólum ákvað ég að fara á stúfana og versla mér ferð til Mexico hvar ég hyggst dvelja hjá henni Carmen minni.  Föstudaginn 16.nóvember mun ég halda af landi brott sem leið liggur til Nýju Jórvíkur (New York), þar mun ég dvelja í 1 sólarhring áður en ég flýg áfram til Mexico City.  Heimleiðis mun ég svo halda þann 20.desember.  Mér datt í hug að athuga hvort það væri einhver mér kunnugur í New York sem les þetta blogg mitt og væri tilbúinn að leiðbeina mér í NY í sólarhring.  Því varla þykir það góð Latína að sveitapilturinn ég sé að dandalast einn innan um kriminjála og misyndismenn í borg sem telur margfalt fleira fólk heldur en allt sauðfé og rjúpur á Íslandi samanlagt.  Þannig að ef einhver sem les þetta og býr þar má gjarnan hafa samband, risinn@mmedia.is

Góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég bara spyr hvað helvítis kjaftæði er þetta með tr

sveinn (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Tja svona er bara Ísland í dag.  Velmegunin er að ganga fram af manni

Ragnar Gunnarsson, 7.11.2007 kl. 20:49

3 identicon

Heyrðu, þú verður að muna eftir því að taka með þér rotvarnarefni... passa sig á ribböldum og ræningjum (þeir eru víst víðar en í Rómarborg).

Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband