6.9.2007 | 00:43
Afrek
Vil byrja á að óska strákunum til hamingju með sigurinn. Ég fór í höllina fyrir viku síðan og sá þessa mögnuðu frammistöðu drengjanna og ævintýralegu sigurkörfu hjá Jakob. Búnir að vinna 8 af síðustu 9 leikjum er hreint frábær árangur hjá drengjunum, ekki síst ef tekið er mið af því að í síðustu leikjum hefur vantað stórar kanónur á borð við Jón Arnór, Hlyn Bærings og Sigga frá Skeljabrekku.
Annars gæti ég eytt allri nóttinni í að dásama frammistöðu piltanna, en það er nægt framboð af fólki til þess arna. Hins vegar langar mig að minnast á frammistöðu RÚV í þessum efnum. Þeir sýndu beint frá Sauna landinu á dögunum, leikur sem var ekkert merkilegur í nokkra staði nema fyrir beinu útsendinguna. Svo sýndu þeir Georgíu leikinn í dagskrarlok í heild sinni. Vissulega gott framtak fyrir þá sem komust á leikinn og vildu sjá hann er heim var komið. Í kvöld bar svo verra við, því öldungis voru sýnd brot úr leiknum við Austurríkismenn. 10-15 mínútur og viðtöl. Til að kóróna allt var svo talað um "vítaköst" í lýsingunni og miðherji Íslands hét Friðrik Friðriksson. Þó Frikki Stef sé arfaslakur er nú alveg lágmarkskrafa að íþróttafréttamenn viti hvað maðurinn heiti. Friðriksson var markverja hjá ÍBV, Fram og íslenska landsliðinu í gamla daga og dóttir hans sló í gegn á dögunum.
Um leið og ég óska strákunum í landsliðinu til hamingju skora ég á íþró´ttafréttamenn hjá RÚV að hysja upp um sig brækurnar og standa sig betur í sínu starfi
Íslendingar lögðu Austurríkismenn 91:77 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.