Frjálsar færslur

Mikið var rætt um ummæli Dolla á Rúv í dag um blökkumanninn Gay.  Einstaklega heppilega að orði komist og alveg bráðfyndið.   Nú sit ég sem límdur með UHU fyrir framan sjónvarpið og verið er að sýna frá HM í frjálsum og er það hinn einstaklega skeleggi hlaupari Sigurbjörn Árni Arngrímsson sem lísir því er  fyrir augu ber.  Honum og fleiri áhorfendum til mikillar gremju er ótt og títt sýnt frá 50km göngu karla.  Sem lítur út eins og 50km Gay pride í stuttbuxum og hlýrabol.  Þegar búið var að syna stanslaust frá göngu útá götu í 10 mínútur fór Sigurbjörn að tala um það að Ástralinn sem var í forystu væri líklega frægastur fyrir það að faðir hans var Ástralíumeistari í keilu á 8. áratugnum.  Ótrúlegur hæfileiki og rakin snilld hjá téðum þuli að afreka það að fá mig til að glotta út í annað við að hlusta á lýsingu frá 50 km göngu.

 Annars verð ég að minnast á einstaklega gáfulegt komment sem hrökk útúr Jóni Arnari Ingvarssyni er hann  var við annan mann að lýsa leik Finnlands og Íslands í körfuknattleik um síðustu helgi.  Er líða tók á leikinn var einn Íslensku leikmannanna staddur á vítalínunni og nýtti ekki skot sín vel fremur en aðrir landar hans í leiknum.  Var Jóni Arnari þá að orði:  "Ef Íslendingar hefðu nýtt vítaskot sín betur í leiknum, væri staðan líklega önnur"  

Svo mörg voru þau orð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Waage

Já og ekki voru Georgíumenn neitt betri vítaskotslega séð

Jóhann Waage, 1.9.2007 kl. 01:47

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Bjössi Arngríms er búinn að auka vinsældir frjálsra íþrótta í sjónvarpi mikið á Íslandi. Lýsingar hans eru snilld, svo ekki sé minnst á vitneskju hans um allt og alla á þessum mótum.

Það er bara hálfánægja að horfa á þessi mót með sænskan eða danskan þul. Það er bara einn Bjössi Arngríms.

Rúnar Birgir Gíslason, 1.9.2007 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband