15.8.2007 | 01:51
Jæja þá er það byrjað
Það er árviss viðburður í ágúst að það vakni hjá manni Tottenham spenningur, enda annálaður Spurs aðdáandi og hef verið í rúm 20 ár. En ég hefi lært af reynslunni og er gjörsamlega rúinnöllum væntingum fyrir hvert tímabil. Bara eftirvænting að sjá nýja leikmenn spila fyrir mitt félag.
Ég horfði á leikinn í kveld og verð nú að segja að það var ekki heil brú í þessari spilamennsku minna manna. Lið sem ætlar sér að stefna á Meistaradeildar sæti getur ekki leyft sér að tefla fram Anthony Gardner í vörninni. Þeim er reyndar vorkunn þar sem öll varnarlínan að undanskildum Chimbonda er meidd. Ekki bætti úr skák að ungstirnið Younnes Kaboul meiddist eftir 15 mínútur (um leið og ég byrjaði að horfa) Það væri reyndar líklega bót í máli ef Chimbonda væri meiddur líka, því hann var arfaslakur og staddur lengst úti á túni.
Miðjan var ekki með í leiknum. Út með Jenas med det samme takk fyrir, og engir kantmenn, Steed reyndar nokk sprækur og Routledge öflugur eftir að hann kom inn, alltof seint reyndar. Hvar er svo Taraabt?? Já eða Kevin Prince?? Ég er mjög heitur fyrir Prince Boateng einhverra hluta vegna og hlakka mikið til að sjá hann spila.
Já sem sagt ég er myrkur í máli og það er varla að ég þori að horfa á Derby leikinn á laugardag, vonandi verður maður fjarverandi og máski nærri góðu gamni en að horfa á þann hrylling
Everton vann Tottenham á White Hart Lane, 3:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála öllu sem þú sagðir. Maður hlýtur að spyrja sig hvort að ábyrgðin sé ekki þjálfarans, þegar nánast allir leikmenn liðsins eru úti að aka í tveimur leikjum í röð. Nota bene tveimur leikjum sem áttu að vinnast. Ég er líka alvarlega farinn að vilja sjá Jenas yfirgefa Leinið. Tek svo undir stóru spurninguna: Hvar í fjandanum er Taraabt??
En leiðin getur bara legið upp á við og við völtum yfir Derby á laugardaginn. Í guðs bænum farið svo að ná ykkur af meiðslunum Dawson, Lennon og King.
Spursari (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 02:15
Jáff... ég segi það bara.. mér finnst fótbolti ekkert skemmtilegur.. En það er mín skoðun! En Raggi minn... Sex í Sveit.. ertu búin að komast að einhverri niðurstöðu?
Magga
Magga (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.