Færsluflokkur: Íþróttir

Mín spá og gömul staka

Ég reið ekki feitum hesti frá spá minni fyrir körfuna í vetur, enda ekki mjög spámannlega vaxinn.  Vona að jórinn er ég ríð í spánni fyrir knattspyrnusumarið verði öllu digurri en í körfunni.

Spá mín er svona:

1:  Valur
2:  KR
3:  FH
4:  ÍA
5:  Breiðablik
6:  Fylkir
7:  Keflavík
8:  Fram
9:  Fjölnir
10:  Þróttur
11:  Grindavík
12:  HK

 

Læt svo flakka með í lokin stöku sem ég samdi fyrir ca 10-12 árum síðan, en hún hljómar svo:

Um botnbaráttuna spái ég
að berjist liðið leiðinleg.
Hef oft vonað og vona enn
að verði neðstir Skagamenn

 

Endilega hendið inn ykkar spá í leiðinni 


mbl.is Val spáð sigri í Landsbankadeild karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Darryl Dawkins í Borgarnesi

Flestir sem fylgst hafa með NBA körfunni í gegnum tíðina kannast við Darryl Dawkins sem lék lengst af með Philadelphia 76ers en einnig með New Jersey, Utah og Detroit.  Hann varð m.a meistari með 76ers 1983 að mig minnir.  Hann skoraði að mta 12 stig í leik á ferlinum, en varð einna frægastur fyrir að mölva korfuboltaspjöld í leik, sem varð til þess að farið var að styrkja spjöldin sérstaklega í kjölfarið. 

Það er gaman að segja frá því að téður Dawkins er staddur í Borgarnesi um helgina í tengslum við körfuboltamót sem hér fer fram.  En hann mun vera einn af þjálfurum bandarísk liðs sem er hér fyrir tilstilli þjálfara Skallagríms Kenneth Webb

 

læt hér fylgja með 2 góð video af kallinum þegar hann var upp á sitt besta 

 

 


Til hamingju Snæfell

Við sátum hérna félagarnir og horfðum á þennan leik í kvöld.  Skallarnir auðvitað úr leik svo það er erfitt fyrir mann að ákveða hvort liðið maður á að styðja.  Ég held einfaldlega með körfuboltanum í heild sinni og vonast eftir sem flestum leikjum.  Þessi leikur í kvöld var af rándýrari gerðinni.  Hreint ótrúleg skemmtun sem var borin á borð fyrir mann. 

Langar að óska félögum mínum, Hlyni og Sigga og öllum leikmönnum Snæfells til hamingju með að vera komnir í úrslit í þriðja sinn.  Alveg morgunljóst að maður á eftir að kíkja í Hólminn í lokaúrslitunum.  Pylsa og kók á Vegamótum á leið vestur,  formúla sem getur ekki klikkað

Annars er þessi færsla eingöngu skrifuð til að fá heimsóknir á síðun a mína 


mbl.is Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningaleikurinn vaknaður !!!!

 

Í tilefni dagsins kem ég með spurningu varðandi úrslitakeppnina og Grindavík

 
Hversu oft hefur Skallagrímur mætt Grindavík í úrslitakeppninni og hve oft höfum við unnið viðureignir við þá?  Bónusstig fyrir þá sem finna út heildar vinningshlutfall gegn þeim í úrslitakeppninni


áfram gekk rófan

 

Hversu oft hefur Skallagrímur komist í 4.liða úrslit í úrslitakeppninni og hvaða ár?


Enn ein spurningin

Jæja best að halda mönnum á tánum og koma með nýja spurningu

Hversu oft hefur Skallagrímur komist í undanúrslit í bikarkeppni KKÍ frá árinu 1992-2007???? 

 

Gæti kannski verið of auðveld spurning fyrir starfsmenn á bensínstöðvum víðsvegar um land 


ný spurning

Jæja þá er bara að vinda sig í næstu spurningu sem liggur klár

Frá því Skallagrímur kom uppúr 1.deild vorið 2004 hefur liðið leikið 33 heimaleiki og unnið 27 þeirra.  Öll þrjú tímabilin hefur heimavallar árangurinn verið 9-2.  Spurt er að þessu sinni: Gegn hvaða liði höfum við tapað á heimavelli, 6 tapleikir, á þessum 3 tímabilum?


Ný spurning

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að halda áfram spurningaleiknum sem hefur slegið rækilega í gegn.  Nú er spurt um heildarárangur gegn liðum í úrvalsdeild frá því Skallarnir komu þar fyrst við sögu árið 1992.

 Skallagrímur hefur 100% heildar vinningshlutfall gegn 3 liðum, Stjarnan (2-0), Höttur (2-0), Þór Þorl (2-0).  Gegn hvaða liði höfum við Skallagrímsmenn besta heildarvinningshlutfallið, miðað við að hafa leikið alls 10 leiki og hvaða lið er þar í öðru sæti?


næsta spurning

Skallagrímur hefur 100% vinningshlutfall gegn 4 liðum á heimavelli í úrvalsdeild, Þór Þorlákshöfn (1-0), Höttur (1-0), Fjölnir (3-0), Stjarnan (1-0) fram að því tímabili er nú stendur yfir.  Spurningin er hins vegar þessi:

Gegn hvaða liði að fráskildum þessum 4 hefur Skallagrímur besta vinningshlutfallið á heimavelli, og hvaða lið er þar í öðru sæti?? 

 

Þess skal getið að Skallagrímur hefur leikið 5 eða fleiri leiki gegn þessum liðum í gegnum tíðina og þetta nær fram að því tímabili er nú er í gangi, þ.e tímabilið 2007-2008 er ekki talið með 


Skallagrímur...??

Það vita allir þeir er þekkja mig að ég er annálaður ofuráhugamaður um körfubolta.  Sérstaklega er öll möguleg og ómöguleg tölfræði mínar ær og kýr þegar kemur að umfjöllun um þessa göfugu íþrótt.

Þannig vill til að fyrir skömmu fjárfesti ég í apparati sem gerir mér kleift að tengja harða diskinn úr gömlu borðtölvunni minni, sem legið hefur í dái inní skáp í rúmlega 3 ár, við fartölvuna er ég brúka dags daglega.  Á þessum harða diski fann ég déskoti magnaða tölfræðisamantekt er ég hafði gert um Skallagrímsliðið.  Var ég búinn að taka saman í excel skrá heildaryfirlit yfir allar viðureignir Skallanna við öll lið er spilað hafa í úrvalsdeildinni frá því Skallarnir ráku þar inn nefið fyrst árið 1992.  Þessi samantekt náði til ársins 2004 eða þar til gamla tölvan gaf upp öndina.  Nú hef ég að mestu leiti lokið við þessa tölfræðiskráningu og datt mér það snjallræði í hug að hafa smá spurningaleik hér úr þessari samantekt.  Það segir sig sjálft að ef enginn mun svara þá mun ég ekki halda áfram að spyrja

Fyrsta spurning:  Eitt er það lið sem Skallagrími hefur aldrei tekist að vinna á útivelli í úrvalsdeild, hvaða lið er það? 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband