Færsluflokkur: Íþróttir

Iceland express deildin að byrja... Spádómar

Næstkomandi fimmtudag gerist það sem ég og fleiri hafa beðið eftir frá síðasta vori.  Iceland Express deildin í körfubolta hefst.  Skallarnir hefja leik í Garðabænum á föstudag.  Ætla að henda hér inn spá um lokastöðu liðanna í vor. 

 

1: KR
2: Skallagrímur
3:  Snæfell
4: Grindavík
5: Keflavík
6: Njarðvík
7: Hamar
8: Þór

9: ÍR
10: Tindastóll

11: Fjölnir
12: Stjarnan

 Ætla svo að reyna spá í hverja umferð fyrir sig í vetur.  Endilega verið dugleg að kommenta og koma með ykkar spár


Frjálsar færslur

Mikið var rætt um ummæli Dolla á Rúv í dag um blökkumanninn Gay.  Einstaklega heppilega að orði komist og alveg bráðfyndið.   Nú sit ég sem límdur með UHU fyrir framan sjónvarpið og verið er að sýna frá HM í frjálsum og er það hinn einstaklega skeleggi hlaupari Sigurbjörn Árni Arngrímsson sem lísir því er  fyrir augu ber.  Honum og fleiri áhorfendum til mikillar gremju er ótt og títt sýnt frá 50km göngu karla.  Sem lítur út eins og 50km Gay pride í stuttbuxum og hlýrabol.  Þegar búið var að syna stanslaust frá göngu útá götu í 10 mínútur fór Sigurbjörn að tala um það að Ástralinn sem var í forystu væri líklega frægastur fyrir það að faðir hans var Ástralíumeistari í keilu á 8. áratugnum.  Ótrúlegur hæfileiki og rakin snilld hjá téðum þuli að afreka það að fá mig til að glotta út í annað við að hlusta á lýsingu frá 50 km göngu.

 Annars verð ég að minnast á einstaklega gáfulegt komment sem hrökk útúr Jóni Arnari Ingvarssyni er hann  var við annan mann að lýsa leik Finnlands og Íslands í körfuknattleik um síðustu helgi.  Er líða tók á leikinn var einn Íslensku leikmannanna staddur á vítalínunni og nýtti ekki skot sín vel fremur en aðrir landar hans í leiknum.  Var Jóni Arnari þá að orði:  "Ef Íslendingar hefðu nýtt vítaskot sín betur í leiknum, væri staðan líklega önnur"  

Svo mörg voru þau orð 


Dagar!!!

Einhversstaðar las ég það að Dagur Sigurðsson, sonur Sigga Dags gamla íþróttakennara míns í FB, hafi verið ráðinn sem einhver framkvæmdastjóri eða eitthvað slíkt hjá Valsmönnum.  Nú var ég að velta því fyrir mér ef Dagur B Eggertsson borgarfulltrúi í Reykjvík settist við hlið hans í brúnni hjá Val.  Yrðu þá ekki allir nýjir leikmenn Vals ráðnir af Dögum?  

Hvílíkt grín

Ég sá síðari hálfleikinn hjá DC United og LA Galaxy í gærkveldi og gat nú vart orða bundist yfir þessum skrípaleik í kringum Beckham kallinn.  Leikurinn sem slíkur var nú ágætur, en fárið í kringum Beckham var með slíkum ólíkindum að maður gat ekki annað en skellt upp úr og brosað útí bæði.  

Kaninn var með sérstaka "Beckham cam" allan leikinn og fylgdist með hverju fótmáli kappans og ávallt er hann stóð á fætur eða hreyfði sig var Zoomað inn á "Beckham cameruna", gilti þá einu hvort hann var að fá sér vatnssopa, klóra sér í pungnum eða að gera sig klárann fyrir innáskiptingu.  Þegar hann loks kom inná ætlaði allt um koll að keyra, harðsnúnustu nunnur rennblotnuðu í sætum sínum og fílefldir trukkabílstjórar görguðu sig hása.  Svo loks er hann kom nú inn á sparkvöllinn tók ekki betra við.  Í hvert sinn er hann snerti tuðruna ætlaði allt um koll að keyra og fagnaðarlátunum aldrei að linna, hvort heldur hann var að taka aukaspyrnu ellegar innkast. 

Frammistaða Beckhams í leiknum var nú alfarið ekkert til að hrópa húrra yfir,  hann "gat ekki blautann" eins og krakkarnir segja.  En það að hann hafi ekki sýnt sitt besta, eða að lið hans hafi tapað virtist ekki skipta nokkru máli þegar upp var staðið.

Ég verð nú samt að segja eftir að hafa séð nokkra leiki í MLS síðustu vikur að gæðin eru mun meiri en ég bjóst við.  Oft á tíðum spilaður ágætis bolti þarna í Bandaríkjahreppi 


mbl.is Tap hjá Beckham í fyrsta leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband