31.7.2008 | 06:23
Stóri dagurinn að renna upp
Mig langaði bara að henda hér inn nokkrum orðum áður en kemur að stóra deginum. Til að gera stutta ferðasögu enn styttri þá var formlega brúðkaupið s.l laugardag og gekk það afskaplega vel. Við vorum gefin formlega saman af einhverjum embættismanni og svo var etið og drukkið að því loknu. Ég drakk þónokkuð af Tequila og gerðist all ölur, sem er vel. Einna best kunni ég þó við það að tengdamóðir mín drakk íslenskt brennivín af stút og þótti gott. Ég lofaði Jeronimo tengdaföður mínum að ég skildi gefa honum hákarl með brennsanum er hann kæmi á klakann. Hann var nú ekki allskostar sáttur við brennivínið og gretti sig í hvívetna er hann bragðaði það. Á sunnudeginum fórum við svo á fótboltaleik, Pumas-Necaxa. Hörkuleikur og fín skemmtun. Erum svo aðeins búin að skoða borgina, en lítill tími hefur gefist í túrisma sökum anna við undirbúning. Í fyrramálið förum við svo til Cocoyoc þar sem brúðksupið fer fram og verðum þar fram á sunnudag. Vil því nota tækifærið og kasta kveðju á mannskapinn. Næst þegar ég skrifa hér verð ég harðgiftur maður.
Athugasemdir
Svanhildur Karlsdóttir, 31.7.2008 kl. 10:05
Djöfull er ég ánægður með þig drengur minn... trúi því varla að þú sýnir svona mikil merki um þroska og þróun. Þú verður að vera vel rakaður þegar þú kemur heim; tilbúinn að taka við kossum og keleríi félaganna!!!!
Siggi Heiðarr (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:10
Til hamingju með daginn elsku Raggi og Carmen :-)
Gunnur og Kári (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 10:36
Til hamingju !
Hvernig væri að smella brúðkaupsmynd á bloggið ?
Anna Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 13:37
Svona eiga tengdamæður að vera!!! Til hamingju.
Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.