Mikið óskaplega er maður einfaldur

Nú hefur það færst í vöxt síðust ár að einu samskipti sem maður hefur við marga af sínum gömlu og góðu kunningjum og vinum eru í gegnum netið, bloggið, msn o.fl.  Þar sem ég er afar meðvitaður um .essa þróun ákvað ég að skrifa hér inn fregnir af sjálfum mér.  Þannig háttar nú til í mínu lífi að ég varð fyrir því endalausa óhappi um s.l helgi að skjárinn á fartölvu  minni gaf upp öndina og því hef ég ekki getað brúkað tölvubáknið mitt síðustu dægrin.  Fljótlega rann þó það ljós upp fyrir mér að  með því að tengja tölvuóbermið við  imbakassann minn get ég að einhverju leiti notast við hana.  En þar sem upplausnin í tölvunni er ekki upp á það allra besta og apparatið orðið frekar fornt, Þá sé ég ekki ýkja vel skrifað mál í sjónvarpi voru.  Þetta bjargar því þó sem bjargað verður í bili.  Ég get lesið tölupóstinn minn og horft á klám, þá er mér borgið um sinn allavega.  Til að bæta bleiku ofaná grænt þá hrundi tölvupósturinn minn líka um stundarsakir í vikunni sem leið.  Þetta varð m.a til þess að ég missti af fundi sem ég þurfti nauðsynlega að mæta á og datt ´´ur sambandi við menn og konur alveg hægri vinstri.  Að vera tölvulaus í 3 daga er alls ekkert grín.  Það get ég sagt fullum fetum eftir að hafa lent í því

Séu einhverjar stafsetningar ellegar innsláttarvillur í þessum texta er það sökum þess að ég sé ekki hvað ég er að skrifa.

Yfir og út 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband