Til hamingju Snæfell

Við sátum hérna félagarnir og horfðum á þennan leik í kvöld.  Skallarnir auðvitað úr leik svo það er erfitt fyrir mann að ákveða hvort liðið maður á að styðja.  Ég held einfaldlega með körfuboltanum í heild sinni og vonast eftir sem flestum leikjum.  Þessi leikur í kvöld var af rándýrari gerðinni.  Hreint ótrúleg skemmtun sem var borin á borð fyrir mann. 

Langar að óska félögum mínum, Hlyni og Sigga og öllum leikmönnum Snæfells til hamingju með að vera komnir í úrslit í þriðja sinn.  Alveg morgunljóst að maður á eftir að kíkja í Hólminn í lokaúrslitunum.  Pylsa og kók á Vegamótum á leið vestur,  formúla sem getur ekki klikkað

Annars er þessi færsla eingöngu skrifuð til að fá heimsóknir á síðun a mína 


mbl.is Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

leikurinn var svaðalegur og ég varð næstum bráðkvödd úr spennu og æsingi heima hjá Kára félaga okkar :D bara ROSALEGT!!!!

kyss og knús

Liljan (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband