tengdamamma tilvonandi

Þættinum hefur borist bréf!  Það er varðandi orð dagsins.  Orð dagsins að þessu sinni er:  Tengdamömmubox, ég endurtek; tengdamömmubox.  Flestir vita nú fyrir hvað þetta orð stendur, en ég veit ekki um neinn sem veit um eitthvað annað orð, fræðilegra og betur lísandi yfir þennan hlut.

Fyrir þá sem ekki vita hvað tengdamömmubox er , þá er það box sem sett er á toppgrindur bifreiða til þess að geta geymt hluti í og ferðast með á toppnum.  Einhver gárungi sagði að þetta væri tilvalið til að geyma tengdamóður sína í á ferðalögum og þaðan sé þetta orð komið.  En ég neita staðfastlega að trúa því að ekki sé til nokkurt annað orð yfir þetta fyrirbæri, þ.e boxið ekki tengdamömmuna.

Ég auglýsi hér með eftir umræðu um þetta orð og gaman væri ef einhver fjölmenntaður spjátrungur myndi skottast til að vita eitthvað meira um þetta og fræða okkur sauðsvartan almúgan á þessu orði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband