18.3.2008 | 02:13
frumsamin miðnætur limra
Þannig háttar til í heimahögum mínum í kvöld að vegna viðgerðar þurfti að skrúfa fyrir heita vatnið í hverfinu í nótt. Er ég hélt í ból mitt til hvílu uppúr miðnætti varð ég var við hvað allt í einu ríkti ógnvænleg þögn í sloti voru. Uppgötvaði að þessi einkennilega þögn stafaði af því að það var ekkert suð eða vatnsniður í ofnunum. Þar sem ég átti erfitt með að sofna setti ég saman limru sem lýsir ástandinu vel, reis upp við dogg og ákvað að henda henni hingað inn svo hún gleymdist ekki. Vísan er svona:
Í bælinu að kveldi ég kvelst,
í kvöldfréttum er þetta helst.
Stífluð er lögnin
hún er skerandi þögnin
Í því mitt svefnleysi felst
R.G
Athugasemdir
Frábær vísa.
Anna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.