14.3.2008 | 00:54
Enn ein spurningin
Jæja best að halda mönnum á tánum og koma með nýja spurningu
Hversu oft hefur Skallagrímur komist í undanúrslit í bikarkeppni KKÍ frá árinu 1992-2007????
Gæti kannski verið of auðveld spurning fyrir starfsmenn á bensínstöðvum víðsvegar um land
Athugasemdir
Ég ætla að segja:
Einu sinni. Það var leikurinn gegn KR (heima) þegar Palli Kolbeins óð upp allan völlinn á 4-5 sekúndum og lagði hann í körfuna og KR vann þannig leikinn með einu stigi eða tveimur?
Guðni E. Guðmunds (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:12
ég held að þetta sé bara rétt honum, við komums bara einu sinni í undanúrslit á þessum árum
Ingólfur Hólmar (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 21:45
Nei þetta er ekki rétt
Ragnar Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 21:59
Sælir.
Ég held að Skallarnir hafi tvisvar komist í undanúrslit á þessum árum..
HGJ, 15.3.2008 kl. 02:41
Það er rétt hjá þér Halldór. Komumst í undanúrslit 1992-1993 og töpuðum þar fyrir Keflavík, og tímabilið 2005-6 töpuðum við fyrir Grindavík í undanúrslitum
Ragnar Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 16:57
Ég lýsi yfir frati á þessar upplýsingar - þetta getur hreinlega ekki staðizt
Guðni (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.