Ný spurning

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að halda áfram spurningaleiknum sem hefur slegið rækilega í gegn.  Nú er spurt um heildarárangur gegn liðum í úrvalsdeild frá því Skallarnir komu þar fyrst við sögu árið 1992.

 Skallagrímur hefur 100% heildar vinningshlutfall gegn 3 liðum, Stjarnan (2-0), Höttur (2-0), Þór Þorl (2-0).  Gegn hvaða liði höfum við Skallagrímsmenn besta heildarvinningshlutfallið, miðað við að hafa leikið alls 10 leiki og hvaða lið er þar í öðru sæti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hmmmmmm.......

Svanhildur Karlsdóttir, 11.3.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Ég giska á Snæfell... og Valur kæmi síðan í annað sætið

Man reyndar eftir leik gegn Breiðablik hér um árið þar sem að stigaskor íslenskra leikmanna fór í sögulega lægð í fyrri hálfleik hjá Blikum. Joe Wright hét hann að mig minnir og hann skorað ÖLL stig liðsins í fyrri hálfleik, 41. Pældu í því, engin stoðsending hjá kappanum...

Sigurður Elvar Þórólfsson, 12.3.2008 kl. 09:42

3 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Wright lék víst 13 leiki á þessari leiktíð, 1992-1993, og hann skoraði mest 67 stig í einum leik og hann var með 46+ að meðaltali í leik. Ég held að hann hafi skorað 47 eða 48 stig gegn Sköllunum í umræddum leik sem ég held að hafi endað með sigri Skallagríms. Bendi á að Henning Henningsson var að dekka Wright í fyrri hálfleik Við fórum í svæðisvörn í þeim síðari en Henning fékk að elta Wright áfram og skoraði hann bara 6-7 stig í siðari hálfleik.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 12.3.2008 kl. 09:46

4 identicon

ég segji ÍA og Valur

Björn sólmar (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Elvar ég man eftir téðum Joe Wright og þessum leik sem þú ert að tala um.  Þvílík byssa sem þessi drengur var.  Hann var að taka mörg af þessum skotum sínum "neðan úr bæ" og nánast inni í sundlaug.  Var að fletta gaurnum upp á kki.is.  Hann var með 46,6 stig að meðaltali í leik þetta tímabil og skoraði mest 67 stig í einum leik.  En hvorki Snæfell né Valur er rétt ágiskun hjá þér

Sólmar:  ÍA er rétt hjá þér.  recordið er 14-6 gegn þeim í úrvalsdeild.  Þá vantar bara liðið í 2.sæti, því ekki er það Valur 

Ragnar Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Koma svo með svarið drengir.  Næsta spurning er tilbúin og bíður birtingar

Ragnar Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 12:27

7 identicon

ég myndi giska á að hitt liðið sé Hamar

Ingólfur Hólmar (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:41

8 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Og það var rétt Ingó, hörku teamwork hjá bræðrunum

Ragnar Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband