15.2.2008 | 02:28
Skammdegi... o.fl
Ég er pikkfastur og að drukkna í íslenskri menningu eins og gamall blöðru-skódi í kviksyndi á Mýrunum í gamla daga. Eins og ég hefi áður gjört heyrinkunnugt höfum við félagarnir verið að dunda okkur við að skoða gamlar íslenskar bíómyndir. Nánast svo gamlar að þær séu varðveittar á gömlu BETA spólunum, þó ekki alveg. Þær hafa í stuttu máli sagt verið hver annarri verri og ekki þess verðar að um þær sé fjallað. Skelfingin var næg að horfa á þær. Síðasta mynd er við glenntum glyrnur á og um er talandi var myndin Skammdegi í leiksttjórn Þráins Bertelssonar. Myndin gerist á afskekktum sveitabæ rétt utan Bíldudals og fjallar umunga ekkju sem kemur heim til Íslands frá "útlöndum" eins og það er orðað til að freista þess að kaupa helmingshlut mágs síns í sveitabæ þessum er myndin gerist á. Til þessa verks atarna nýtur hún fulltyngis kaupsýslumanns úr þorpinu sem er henni innan handar í þessum skítugu viðdkiptum. Sjálf á hún hinn helminginn í jörðinni og vill hrifsa til sín hin 50% til að geta síðar selt á uppsprengdu verði. Fljótlega fer hún þó að verða vör við ára á bænum og verður atburðarásin öll hin undarlegasta í kjölfarið. Ábænum býr einnig systir mágs hennar og bróðir hans. Bróðir hans er andlega vanfær og er hann leikinn af Eggerti Þorleifssyni. Skemmst er frá að segja að Eggert fer algerlega á kostum í þessu hlutverki og er alveg óborganelegt atriðið hvar hann situr við eldhúsborðið og drekkur svart kaffi með sykri um leið og hann hámar í sig sykurmola og keðjureykir síkarettur líkt og á akkorði sé.
Eins og titill myndarinnar gefur til kynna gerist myndin í svartasta skammdeginu og er allt gjört til þess að sveipa myndina dulúðlegum blæ. Þó nokkur nekt og ástaratriði fá hárin og fleira til að rísa og eru undirrituðum til mikils yndisauka. Myndin er þó kannski ekkert tímamótaverk, tónlistin er líkt og var títt í myndum á þessum árum alveg fyrir neðan allt velsæmi. Grafík og tæknivinnsla jafn góð og ártalið gefur til kynna(1985) Uppúr stendur þó að myndin er á köflum vel leikin og sagan stórgóð. Dulúðin og næstum-því-draugalegheitin gera það að verkum að hún hefur elst nokkuð vel miðað við aðrar eldri myndir. Mæli með þessari til áhorfs fyrir menningarsinnaða íslendinga á síðkvöldum í skammdeginu hvar hálka og asahláka ráða ríkjum
Aðrar myndir sem settar hafa verið í VHS tækið nýlega: Skilaboð til Söndru Mynd byggð á sögu Jökuls Jakobssonar. Sagna hefur eflaust verið góð, en nær engan veginn að skila sér í myndinni. Bessi Bjarna heitinn ansi afkáralegur þarna, en Rósa Ingólfs og Bryndís Schram fæddu hjá okkur bros og glott út í nyrðra munnvikið. Algjörlega útúr korti mynd þar sem bræðurnir Bubbi og Tolli Morthens björguðu því sem bjargað varð.
Hvíti víkingurinn: Alfarið býsna víðs fjarri bíómynd og Hrafn Gunnlaugs á þrumuskot langt yfir markið í dauðafæri. Sagan af því hvernig kristni barst til Íslands er mögnuð en jafnframt hundleiðinleg. Askur og Embla aðalsöguhetjurnar í þessari norsk-íslensku mynd sem skartar 15 ára skutlu er fer með hlutverk Emblu. Leiðinlegheitin tekst honum að ýfa upp í þessari mynd þar sem aðal takmarkið virðist vera að hafa sem flesta eins klædda í sömu senunni að slást og berjast og að sýna nógu asskoti gróf kynlífsatriði, sem n.b er mér að skapi. Alfarið hroðaleg mynd, sem fékk að launum hraðspólun og mikla bjórdrykkju
Verður gaman að vita hvað ég spenni spírurnar á næst
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.