17.10.2007 | 17:03
Aldrei má maður ekki neitt
Ég á það til þegar vel liggur á mér að spranga um á sprellanum einum fata í íbúðinni minni. Og ef það liggur ofur vel á mér á ég það til að taka dansspor, sem reyndar má frekar kalla feilspor. En skv. því sem hann Kristján frændi minn og stórbóndi á Snorrastöðum ætli að koma í veg fyrir slíkt ;)
Annars alveg yndislega sksemmtileg frétt sem lífga upp á hversdagsleikann
Landbúnaðarnefnd leggst gegn nektardansi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt er vænt sem í Borgarfjörðinn er borið. Mörg stúlkan hefur nú skondrast á láfunni einni saman í kytrum híbýla Borgarness og nábýla, svo ég sé því ekkert til fyrirstöðu að þetta verði leyft áfram í sveitafelaginu.
Jóhann Waage, 18.10.2007 kl. 01:32
já ég vona að hann frændi vor á Snorrastöðum fari nú ekki að skoða hvert heimili fyrir sig ;-)
Gunnur (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:53
Þetta er eins og að elta glæpamann að finna bloggið þitt, maður. Fyrst fer maður á eitt blogg og les að þú sért fluttur með tímans tönn, þar er tilkynnt um að þú sért farinn annað og ég er eiginlega ekki viss um að þú sért hér... en þó hefurðu greinilega verið hérna nýlega. Ertu þá farinn? Eða ertu ekki farinn? Ef þú ert hérna enn þá hefurðu að minnsta kosti komið einu sinni oftar en þú fórst því ef þú hefur farið oftar en þú komst þá værirðu ekki hér heldur annars staðar. Þess vegna skaltu trúa því þegar þú ferð eitthvað og sérð skilti sem á stendur: "Þú ert hér!"
Ef bændur eru á móti nekt ættu þeir kannski að kíkja í fjósið hjá sér og spyrja sig um spenana og sýnileika þeirra.
Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.