17.10.2007 | 00:51
Smollinkría
Mig langar að benda öllum á að fletta upp í íslenskri orðabók sögninni smollinkría. Þetta orð heyrði ég fyrst í heimildamyndinni um hinn mikla hvunndagsmeistara Helga Hóseasson. Hef öngva hugmynd um uppruna þessa eða tilurð þessa orðs. En skemmtilegt er það og hyggst ég nota það í framtíðinni. Fyrir þá sem ekki komast í orðabók, þá er um að gera að spyrja næsta málvísindamann. Nú eða skilja eftir fyrirspurn hér og ég mun koma með svarið um hæl
Athugasemdir
Þú hefur ef til vill séð leikinn hans Kalla Tomm hér á blogginu, Hver er maðurinn? Væri ekki ráð að hefja einhvern orðaleik?
Mig rámar eitthvað í að hafa heyrt afa minn nota þetta orð en man ekki merkinguna.
Þórbergur Torfason, 17.10.2007 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.