Góðærið?? Ekki fyrir alla

Það þekkja það líklega allir semverið hafa á vinnumarkaðnum að gleðjast við hver mánaðarmót þegar feitt launaumslagið rennur inn um bréfalúguna, já eða í heimabankann nú til dags.  Því feitara sem umslagið er því meiri er gleðin hjá viðtakandanum... eða það skyldi maður nú halda.  En svoleiðis er því nú alls ekki farið hjá öllum.

 Síðastliðið sumar hugsaði ég mér til hreyfings og fékk vinnu á sambýli hér í Borgarnesi og í kjölfarið hef ég tekið að mér liðveislu hjá 2 einstaklingum er búa einir.  Þetta er starf sem hentar mér mjög vel, ekki mikil áreynsla líkamleg, meira andlega krefjandi .  Þar sem ég er á örorkubótum borgar sig ekki að vera í meira en 50% vinnu, sem var einmitt það sem ég lagði upp með er ég byrjaði á nýjum stað.  50% vinna á vöktum gera u.þ.b 2-3 vaktir á viku

 

Æi fjandinn hafi það ég nenni ekki að skrifa eitthvað gáfulegt um þetta málefni hér og nú.  Það ergir mig og pirrar að ég skuli hafa áhyggjur yfir að fá of há laun fyrir vinnuna mína í öllu þessu góðæri sem hér ríkir.  Svo að ég tali nú ekki um það að nú innan skamms mun ég verða skráður í sambúð og þá lækka bæturnar mínur um 10-15 þúsund á mánuði.  Þar sem ég hef haft of há laun fyrir vinnu mína s.l mánuði get ég átt von á rukkun frá Tryggingastofnun innan skamms.

 Finnst bara tími til kominn að þessir andskotans háleistar sem við kusum yfir okkur á Alþingi fari að draga höfuðið útúr rassgatinu á sér og geri þetta land  lífvænlegt fyrir alla, líka mig og aðra í minni stöðu.

Það er andskoti skondið í þessu að ég er búinn að vera reyna útskýra þetta fyrir Carmen, en hún botnar lítið í þessu rugli.  En ég sagði henni að örvænta eigi því ekki skildi ég þetta nú allt saman og er ég nú búinn að vera flæktur í þetta flókna kerfi í næstum 20 ár

 Ég er farinn í verkfall!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jáff, maður er hættur að pæla í kerfinu nú til dags, það er alltof flókið og alltof leiðinlegt...
En komstu til botns í nero málinu?

Margrét Hildur Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 22:13

2 identicon

er hún bara að fara að flytja á klakann og alles? voðalega er maður eitthvað ekki með á nótunum... hehe. svona er þegar maður hættir að vinna með fólki. er þó svo heppin að þar sem ég vinn núna hef ég samt einhvern til að tala um körfubolta við...veit hinsvegar ekki með þig,hvort það sé um það talað í þinni vinnu...man ekki til þess að hafa séð þá félaga á leikjum.

Fanney (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband