Bárujárn

Það rifjaðist upp fyrir mér nú á dögunum atvik nokkuð er gerðist fyrir nokkrum árum síðan.  Þannig er mál með vexti að fyrir um áratug síðan er ég var ungur piltur og gekk í skóla í Reykjavíkurhreppi, þá bjó ég við nokkra manna fulltyngi við Mánagötu í 101 Reykjavík.  Eina helgina þennan góða vetur hélt ég allmikið teiti og vinir oss úr Borgar og Akranesi mættu á staðinn.  Eftir allnokkra drykkju á kenjóttum drykkjum á föstudags kveldi þurfti ég nauðsynlega að halda útfyrir hússins dyr ásamt félögum mínum nokkrum.  Þar er ég bjó í tvíbíli þurfti ég að ganga niður tröppur er voru staðsettar innandyra.  Á leið niður tröppurnar mætti ég forkunnarfagurri snót er ég kenndi öngvin deili á.  Er ég mætti stúlkukindinni spurði ég hvurra manna hún væri og hvaða nafn hún bæri.  "Ég heiti Bára" svaraði snótin með mjóróma og undurfagurri röddu.  Ég nam staðar í tröppunum og vissi vart hvaðan á mig stóð veðrið og þessi forkunnar fegurð snótarinnar og kvað þá upp þessa stöku:

Eftir langan leik á lakinu
og ástarelda flæði.
Liggur Bára á bakinu
barmafull af sæði

 Ekki segir meir af ferðum þessarar stúlku þetta kveld en þó skal taka fram að staka þessi er frumsamin en þó alls ekki eftir sjálfan mig 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þessi er gömul og marg kveðin, en hefur, að ég best veit, aldrei virkað vel á kvenfólk . En minn ekta maki bjó nú líka á Mánagötunni sumarið á undan þér og held ég að ekki í neinni íbúð hafi verið meira djúsað, man alla vega eftir að hafa komið þar og blasti þá við snítibréfafjall í stofunni . En hvergi voru skemmtilegri geim haldin að ég best veit .

Farðu nú að láta að sjá þig í sveitinni.
Kveðja af bökkunum
Olla

Olla (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Jóhann Waage

Sussum svei, ég held að Olla sé bara súr yfir því að aldrei hafi verið kveðið svona fallega til hennar. En þar sem að ég kann ekki að kveða eða kveðja, þá hef ég altítt náð mér í kvenfólk á allt annan máta, en efast eigi um að þetta gangi ekki upp á kvenfólk nútíðar

Jóhann Waage, 30.8.2007 kl. 22:46

3 identicon

Þetta er nú bara algjör snilld... hahahahahahaha

Magga (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband