10.8.2007 | 11:26
Hvílíkt grín
Ég sá síðari hálfleikinn hjá DC United og LA Galaxy í gærkveldi og gat nú vart orða bundist yfir þessum skrípaleik í kringum Beckham kallinn. Leikurinn sem slíkur var nú ágætur, en fárið í kringum Beckham var með slíkum ólíkindum að maður gat ekki annað en skellt upp úr og brosað útí bæði.
Kaninn var með sérstaka "Beckham cam" allan leikinn og fylgdist með hverju fótmáli kappans og ávallt er hann stóð á fætur eða hreyfði sig var Zoomað inn á "Beckham cameruna", gilti þá einu hvort hann var að fá sér vatnssopa, klóra sér í pungnum eða að gera sig klárann fyrir innáskiptingu. Þegar hann loks kom inná ætlaði allt um koll að keyra, harðsnúnustu nunnur rennblotnuðu í sætum sínum og fílefldir trukkabílstjórar görguðu sig hása. Svo loks er hann kom nú inn á sparkvöllinn tók ekki betra við. Í hvert sinn er hann snerti tuðruna ætlaði allt um koll að keyra og fagnaðarlátunum aldrei að linna, hvort heldur hann var að taka aukaspyrnu ellegar innkast.
Frammistaða Beckhams í leiknum var nú alfarið ekkert til að hrópa húrra yfir, hann "gat ekki blautann" eins og krakkarnir segja. En það að hann hafi ekki sýnt sitt besta, eða að lið hans hafi tapað virtist ekki skipta nokkru máli þegar upp var staðið.
Ég verð nú samt að segja eftir að hafa séð nokkra leiki í MLS síðustu vikur að gæðin eru mun meiri en ég bjóst við. Oft á tíðum spilaður ágætis bolti þarna í Bandaríkjahreppi
Tap hjá Beckham í fyrsta leiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÞRÍR!!! HVERS KONAR SPURNINGAR ERU ÞETTA!
Sopcast.com bjargar rössum vorum!
Kári (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.