Á nýjum slóðum

Eins og þeir örfáu sem litu inn á gamla bloggið mitt urðu varir við hef ég ákveðið að söðla um og hefja skrif á nýjum slóðum.  Skemmst er frá því að segja að það er engin sérstök ástæða fyrir þessum skyndilega flutningi.  Bara spurning um að vera ferskur og festast ekki í sama farinu.  

Ætli maður verði ekki að básúna eitthvað um hvað á daga manns hefur drifið í sumar.  Eins og alþjóð ætti að vera heyrinkunnugt hélt ég í víking í summar og lagði land undir löpp.  Heimsótti París, Brugge og London ásamt unnustu minni, henni Carmen.  Hreint æðisleg ferð, rómantík í loftinu og brosað allan hringinn.  Hún kom svo með mér upp á land ísa og elda og sýndi ég henni það helsta sem hægt var á einni viku.  Barnafossa, Gullfoss, Geysi, Þingvelli, Snæfellsnes og rúmið mitt ;)   Það er morgunljóst eftir þessa samveru okkar að það er fleira en bloggið mitt sem munu ganga í gegnum stórvægilegar breytingar á næstunni.  Stórra fregna að vænta af því "fljótlega".  Annars ætla ég ekki að fara fjalla náið um mitt einkalíf hér í framtíðinni.  Vildi bara koma með svona update til að vanir og vindamenn gætu fylgst með. 

Nú kann ég sáralítið á þetta bloggkerfi, en vonast þó til að þessi færsla birtist einhversstaðar.  Ef þið þarna úti sjáið ekki þessa færslu, látið mig þá vita, því þá er eitthvað undarlegt í gangi

Annars óska ég ykkur góðrar helgar og vona að þið gangið hægt um gleðinnar dyr 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....Og megi ég verða fyrstur til að óska þér til hamingju með nýtt vefheimili - hygg sjálfur á flutninga...

 Og til hamingju með lífið :)

Guðni E.G. (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband