Færsluflokkur: Tónlist
22.4.2008 | 17:07
Mexíkósk söngdrottning á Íslandi
Svo virðist sem samband milli Mexíkó og Íslands hafi aukist gífurlega frá því ég og Carmen fórum að rugla saman reitum fyrir 1 og hálfu ári síðan. Forsetinn var nýverið staddur í Mexíkó ásamt föruneyti, Björk var með tónleika þar í desember, Vesturport er að sýna kommúnuna þar þessa dagana, Gael Garcia hefur verið að leika í sömu sýningu á Íslandi, Sigurrós er að fara halda tónleika ytra í sumar og það nýjasta er myndband sem Carmen benti mér á með Mexíkóska ungstirninu Ximena Sarinana. Ung og efnileg söngkona sem tók upp tónlistarmyndband hér á landi. Ansi gaman að þessu flotta myndbandi
Linkurinn er hér:
http://mx.youtube.com/watch?v=lC_6DPOxBAc
Tónlist | Breytt 25.4.2008 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)