Færsluflokkur: Bloggar
15.8.2007 | 01:51
Jæja þá er það byrjað
Það er árviss viðburður í ágúst að það vakni hjá manni Tottenham spenningur, enda annálaður Spurs aðdáandi og hef verið í rúm 20 ár. En ég hefi lært af reynslunni og er gjörsamlega rúinnöllum væntingum fyrir hvert tímabil. Bara eftirvænting að sjá nýja leikmenn spila fyrir mitt félag.
Ég horfði á leikinn í kveld og verð nú að segja að það var ekki heil brú í þessari spilamennsku minna manna. Lið sem ætlar sér að stefna á Meistaradeildar sæti getur ekki leyft sér að tefla fram Anthony Gardner í vörninni. Þeim er reyndar vorkunn þar sem öll varnarlínan að undanskildum Chimbonda er meidd. Ekki bætti úr skák að ungstirnið Younnes Kaboul meiddist eftir 15 mínútur (um leið og ég byrjaði að horfa) Það væri reyndar líklega bót í máli ef Chimbonda væri meiddur líka, því hann var arfaslakur og staddur lengst úti á túni.
Miðjan var ekki með í leiknum. Út með Jenas med det samme takk fyrir, og engir kantmenn, Steed reyndar nokk sprækur og Routledge öflugur eftir að hann kom inn, alltof seint reyndar. Hvar er svo Taraabt?? Já eða Kevin Prince?? Ég er mjög heitur fyrir Prince Boateng einhverra hluta vegna og hlakka mikið til að sjá hann spila.
Já sem sagt ég er myrkur í máli og það er varla að ég þori að horfa á Derby leikinn á laugardag, vonandi verður maður fjarverandi og máski nærri góðu gamni en að horfa á þann hrylling
Everton vann Tottenham á White Hart Lane, 3:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2007 | 01:39
Jibbí!!!!
Hleypur um berrössuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 18:40
Þvílík meðferð
Lindsay Lohan þrífur klósettið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2007 | 01:40
Talandi um a þjóðfélagið sé að breytast
Ég hef áður imprað á því í ræðu, riti og lærðum greinum hversu hlýjan hug ég ber til lesturs veðurfregna í útvarpi. Er ég dvaldi sem barn í húsum afa og ömmu upp til sveita í gamla daga var ávallt sussað á mann er veðurfregnir voru lesnar á Rás1. Afi sat þá álútur við eldhúsborðið með kaffibolla og oftar enn ekki matarkex með talsverðri smjörklípu á, vitanlega var pípusterturinn aldrei langt undan. Þó gamli hafi nú máski getað rýnt í veðrið með því að hlusta á og fylgjast með fuglunum, var þó ávallt afar mikilvægt að ná að hlýða á títtnefndar veðurfregnir á Gömlu gufunni. Sérlega varð athyglin mikil er heyannir nálguðust, ellegar kaupstaðaferð var framundan og þá mátti ekki óhlýðnast veðurguðunum.
Þessar minningar hrannast ávallt upp í huga mínum er ég heyri veðurfregnirnar nú til dags á Rás1 og þykir mér mjög þægileg tilfynning að glenna eyrun við þær. Þó ekki muni ég nú nöfn veðurfregnamanna og kvenna í gegnum tíðina, þá er það gott og gegnt íslenskt mál sem þar er notað og öll þessi ramm íslensku bæjarnöfn sbr. Mánárbakki, Gjögur, Fontur o.fl sem sitja í minningunni.
Nú hin síðari ár hef ég helst náð á veðurfréttirnar á föstu og laugardagskvöldum þegar ég sit heima í rólegheitum, einn með sjálfum mér og hlýði á næturvakt Rásar2, þá fylgir veðrið iðulega í kjölfarið á fréttum kl 1.
Í kvöld brá svo við að ég var í slíkum rólegheitum einn í koti sökum slappleika og naut þess að taka lífinu með ró. Er klukkan sló 1 eftir miðnáttu var komið að fregnum og veðurfregnum í kjölfarið. Er veðurfregnirnar hófust mátti minnstu muna að fölsku tennurnar hrykkju ofan í mig, en þar sem ég hef ekki falskar gerðist það eigi. Ástæðan fyrir þessum viðbrögðum var nefnilega sú að veðurfregnalesarinn var af erlendu bergi brotin, ung dama líklegast af Slavnesku kyni. Ekki skildi ég framburðinn á nafni hennar. En henni til hróss má þó segja að henni tókst nokk vel upp með framburðinn. Ég set þó ákveðnar spurningar við slíkan ráðahag að láta erlendan aðila lesa annað eins ramm íslenskt. Er svona mikil mannekla á Veðurstofunni eða hvað? Er verið að spara hjá RÚV og ráða erlent vinnuafl á lægri launum, líkt og tíðkast í byggingariðnaði? Nei ég trúi því varla fyrr en í harðbakkann slær.
Nú munu máski einhverjir er lesa þetta fá út þá niðurstöðu að mér sé illa við fólk af erlendu bergi brotið, en auðvitað er það fyrrukennd fjarstæða. Ég á marga erlenda vini og þar að auki útlenska kærustu. Þetta eru bara vangaveltur og hugrenningar sem skoppuðu upp í huga mér við útvarpshlustun í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 14:06
Á nýjum slóðum
Eins og þeir örfáu sem litu inn á gamla bloggið mitt urðu varir við hef ég ákveðið að söðla um og hefja skrif á nýjum slóðum. Skemmst er frá því að segja að það er engin sérstök ástæða fyrir þessum skyndilega flutningi. Bara spurning um að vera ferskur og festast ekki í sama farinu.
Ætli maður verði ekki að básúna eitthvað um hvað á daga manns hefur drifið í sumar. Eins og alþjóð ætti að vera heyrinkunnugt hélt ég í víking í summar og lagði land undir löpp. Heimsótti París, Brugge og London ásamt unnustu minni, henni Carmen. Hreint æðisleg ferð, rómantík í loftinu og brosað allan hringinn. Hún kom svo með mér upp á land ísa og elda og sýndi ég henni það helsta sem hægt var á einni viku. Barnafossa, Gullfoss, Geysi, Þingvelli, Snæfellsnes og rúmið mitt ;) Það er morgunljóst eftir þessa samveru okkar að það er fleira en bloggið mitt sem munu ganga í gegnum stórvægilegar breytingar á næstunni. Stórra fregna að vænta af því "fljótlega". Annars ætla ég ekki að fara fjalla náið um mitt einkalíf hér í framtíðinni. Vildi bara koma með svona update til að vanir og vindamenn gætu fylgst með.
Nú kann ég sáralítið á þetta bloggkerfi, en vonast þó til að þessi færsla birtist einhversstaðar. Ef þið þarna úti sjáið ekki þessa færslu, látið mig þá vita, því þá er eitthvað undarlegt í gangi
Annars óska ég ykkur góðrar helgar og vona að þið gangið hægt um gleðinnar dyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)