Þrek og tár

Þá er komið að því þetta haustið að undirritaður fer að huga að því að smella sér í líkamsrækt og koma sér í almennilegt form.  Meðan ég hef verið að spá í að byrja síðustu daga rifjast upp fyrir mér kynni sem ég hef átt af fjölmörgum íþróttaþjálfurum, leiðbeinendum, sjúkraþjálfurum og fleiri sprenglærðum sem hafa leiðbeint mér í gegnum árin við að búa til æfingaprógram og slíkt.  Einn er þó sem stendur uppúr í minninu, bæði sem skemmtilegasti og færasti þjálfari sem ég hef haft.  Langar af því tilefni að rifja upp kynni okkar

 

Það var árið 1996 sem ég fluttist til Reykjavíkur til að hefja nám í FB, þá 17 vetra gamall.  Er ég fór að huga að því að fara hreyfa mig og koma mér í form var mér bent á að Íþróttafélag fatlaðra væri með fína lyftingaaðstöðu og góðan þjálfara niðri í Hátúni.  Þar að auki væri það mér að kostnaðarlausu að æfa þar.  Ég hélt því sem leið lá, einn fagran haustdaginn, með strætó þangað niðreftir með það í hyggju að ræða við þjálfarann um það hvort ég, Borgnesingurinn, rennblautur á bakvið eyrun í höfuðborginni væri ekki örugglega velkomið að æfa með þeim.  Er ég kom inn á skrifstofuna hvar þjálfarinn sat brá mér heldur en ekki í brún því það var sjálfur Ívar Hauksson.  Fyrir þá er ekki kenna þann kauða, þá var hann altalaður í þjóðfélaginu á þeim tíma og afar umdeildur.  Hann hafði tekið þátt í íslandsmótinu í vaxtarækt margoft og oftar en ekki farið með sigur af hólmi.  Hann hafði komist í fréttirnar fyrir að vera staðinn að innflutningi á sterum og var þessi Séð og heyrt týpa á þessum árum.  Gott ef hann var ekki einhverntíma bendlaður við handrukkanir í slúðurblöðunum.  En hvað um það, þarna sat ég á spjalli við manninn og hann var hinn indælasti og bauð mig velkominn.  Skemmst er frá því að segja að þessi vetur var einhver sá skemmtilegasti hvað varðar íþróttaæfingar.  Ívar náði einstaklega vel til okkar er æfðum hjá honum og margar þær aðferðir og æfingar er hann kenndi mér hafa nýst mér í gegnum árin.  Hef æft undir handleiðslu margra eftir þetta en það kemst enginn með tærnar þar sem Ívar hafði hælana.  Mér skilst að í dag starfi Ívar sem golfkennari á Spáni

Í æfingahópnum með mér þennan veturinn var margur kynlegur kvisturinn, hvroutveggja líkamlega sem andlega fatlaðir einstaklingar.  Kynntist flestum þeirra mjög vel þarna, en því miður hef ég ekki hadið sambandi við neinn þeirra eftir þetta.   Einn þeirra sem ég kynntist nokk vel var hann Jósef semfer á kostum í þessu myndskeiði um karókí á Íslandi.  Ógleymanlegt þegar hann skutlaði mér heim á gömlu Lödunni sinni eftir æfingar og spilaði Elvis af eldgömlum kasettum ásamt því að fræða mig um líf kóngsins.  

Aldrei að vita nema ég muni fljótlega rifja up kynni mín af Kio Briggs

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega fræddu mig um þau kynni! :)

Annars bara svona kvitta fyrir innlitið og kasta kveðju :)

Fanney Þorkels (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:10

2 identicon

ég skal æfa með þér, við förum bara og bullum aðeins í Sössa?

Halli litli (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband